Vinnubrögð KSÍ höfðu áhrif á ákvörðun Jóhanns Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2021 11:00 Jóhann Berg Guðmundsson bar fyrirliðabandið í síðasta landsleikjaglugga en verður ekki með gegn Armeníu á föstudag og Liechtenstein næsta mánudag. vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með fótboltalandsliðinu sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM á næstunni. Hann segir vinnubrögð KSÍ hafa haft sitt að segja um þá ákvörðun sína að draga sig úr hópnum. Jóhann var í 25 manna hópi sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðustu viku og átti að koma saman í Reykjavík í dag. Hann kom inn á sem varamaður og lék í 30 mínútur gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina, og hefur spilað alla sjö deildarleiki Burnley á tímabilinu til þessa. Í tilkynningu KSÍ í gær sagði að Jóhann og Jón Guðni Fjóluson hefðu dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Í viðtali við 433.is í dag kvaðst Jóhann vissulega vera „tæpur í náranum“ og því hafa ákveðið að draga sig úr landsliðshópnum. Fleira spilar þó inn í en Jóhann hefur í gegnum tíðina oft mætt í landsliðsverkefni þrátt fyrir að vera tæpur eða glíma hreinlega við meiðsli. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is. Fyrrverandi stjórn KSÍ ákvað í síðasta landsleikjaglugga að taka Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum eftir ásakanir í hans garð um kynferðisbrot. Arnar landsliðsþjálfari sagðist svo á blaðamannafundi í síðustu viku hafa ákveðið að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í landsliðshópinn vegna „utanaðkomandi ástæðna“. Síðar kom í ljós að Aron væri annar tveggja manna sem ásakaðir hefðu verið um nauðgun í landsliðsferð í Danmörku árið 2010. Jóhann Berg á að baki 81 A-landsleik og hefur skorað í þeim átta mörk. Hann bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons í leikjunum við Rúmeníu og Þýskaland í byrjun september, í síðasta landsleikjaglugga. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira
Jóhann var í 25 manna hópi sem Arnar Þór Viðarsson valdi í síðustu viku og átti að koma saman í Reykjavík í dag. Hann kom inn á sem varamaður og lék í 30 mínútur gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni um helgina, og hefur spilað alla sjö deildarleiki Burnley á tímabilinu til þessa. Í tilkynningu KSÍ í gær sagði að Jóhann og Jón Guðni Fjóluson hefðu dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Í viðtali við 433.is í dag kvaðst Jóhann vissulega vera „tæpur í náranum“ og því hafa ákveðið að draga sig úr landsliðshópnum. Fleira spilar þó inn í en Jóhann hefur í gegnum tíðina oft mætt í landsliðsverkefni þrátt fyrir að vera tæpur eða glíma hreinlega við meiðsli. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann við 433.is. Fyrrverandi stjórn KSÍ ákvað í síðasta landsleikjaglugga að taka Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum eftir ásakanir í hans garð um kynferðisbrot. Arnar landsliðsþjálfari sagðist svo á blaðamannafundi í síðustu viku hafa ákveðið að velja ekki Aron Einar Gunnarsson í landsliðshópinn vegna „utanaðkomandi ástæðna“. Síðar kom í ljós að Aron væri annar tveggja manna sem ásakaðir hefðu verið um nauðgun í landsliðsferð í Danmörku árið 2010. Jóhann Berg á að baki 81 A-landsleik og hefur skorað í þeim átta mörk. Hann bar fyrirliðabandið í fjarveru Arons í leikjunum við Rúmeníu og Þýskaland í byrjun september, í síðasta landsleikjaglugga.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Sjá meira