Segir UEFA veita Íslandi og öðrum á EM allt of lítið verðlaunafé Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2021 16:01 Ada Hegerberg er á leið aftur inn á fótboltavöllinn eftir langa bið. Getty/Jean Catuffe Ada Hegerberg, fyrsta konan til að hljóta Gullknöttinn, árið 2018, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna UEFA fyrir upphæð verðlaunafjár á Evrópumóti kvenna í fótbolta næsta sumar. Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira