Lagerbäck: Hef aldrei upplifað aðra eins framkomu hjá leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 11:02 Lars Lagerbäck á dögum sínum með þjálfari norska landsliðsins. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck tjáir sig um síðustu daga sína sem landsliðsþjálfari Norðmanna í nýrri bók sem var að koma út í Noregi. Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars. EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars.
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn