Á Instagram-síðunni Handball Leaks er því slegið fram að Viggó gangi í raðir Leipzig frá Stuttgart eftir tímabilið.
According to unconfirmed information of handball.leaks (Instagram) the Icelandic national player of TVB Stuttgart, Viggo Kristjansson, joins the Bundesliga rivals SC DHfK Leipzig next season.#handball pic.twitter.com/5z3UNDIPXJ
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 5, 2021
Viggó gekk í raðir Leipzig frá West Wien í Austurríki fyrir tímabilið 2019-20. Hann stoppaði stutt við hjá Leipzig og færði sig fljótlega yfir til Wetzlar.
Seltirningurinn fór svo til Stuttgart í fyrra. Viggó lék stórvel með liðinu á síðasta tímabili og var fimmti markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 230 mörk. Stuttgart endaði í 14. sæti.
Viggó fingurbrotnaði á æfingu með Stuttgart í síðasta mánuði og hefur ekkert leikið með liðinu á tímabilinu. Hann verður væntanlega ekki klár í slaginn á ný fyrr en í desember.
Viggó hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2016. Hann lék með Randers í Danmörku í eitt ár, West Wien í tvö ár og hefur verið í Þýskalandi síðan 2019. Hinn 27 ára Viggó fór með íslenska landsliðinu á EM 2020 og HM 2021.