Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í aðdragandann að því að Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í nýjasta landsliðshópinn, ákvörðun Jóhanns Bergs Guðmundssonar um að draga sig út úr hópnum, og fleira.
Útsendinguna frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsing er svo neðst í fréttinni.
Ísland mætir Armeníu á föstudaginn og Liechtenstein næsta mánudag í síðustu tveimur heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2022.
Íslendingar eru með fjögur stig í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar. Ísland mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu ytra í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í næsta mánuði.