„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“ Sindri Sverrisson skrifar 5. október 2021 11:31 Laugardalshöll var græn 15. febrúar 2020 þegar Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn. Nú þarf körfuknattleiksdeild félagsins á sjálfboðaliðum að halda til að starfsemi deildarinnar verði ekki lögð niður. vísir/daníel Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor. Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“ Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Kvennalið Skallagríms, sem varð bikarmeistari árið 2019, á að hefja nýja leiktíð í úrvalsdeild á morgun með útileik gegn Keflavík. Á fimmtudagskvöld hefur verið boðað til neyðarfundar í Grunnskóla Borgarness þar sem reyna á að koma í veg fyrir að liðið verði lagt niður. „Þær spila á morgun, og ég geri ráð fyrir því að þær spili í vetur. Ég treysti því að samfélagið í Borgarfirði þétti raðirnar og fleiri komi að borðinu. Þetta er ákveðið ákall en ég er sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál,“ segir Hannes sem var rétt búinn að lesa tilkynningu Skallagríms um neyðarfund þegar Vísir heyrði í honum nú í hádeginu. Hannes segir ljóst að ef að Skallagrímskonur spili ekki í vetur þá verði einfaldlega sjö lið í úrvalsdeildinni, og að ekkert lið falli. Hann er hins vegar sannfærður um að körfuboltabærinn Borgarnes standi undir nafni. „Þetta er ekki komið inn á borð til okkar þannig að þær ætli að draga sig úr keppni. Því fylgja háar sektir og ekki væri hægt að kalla inn nýtt lið núna, hvort sem er fyrir kvennaliðið í úrvalsdeild eða karlaliðið í 1. deild,“ segir Hannes. Hafði áhyggjur af sjálboðaliðastarfinu jafnvel fyrir faraldur Hannes segir að skortur á sjálfboðaliðum í íþróttahreyfingunni hafi verið orðinn mikið vandamál áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fyrir einu og hálfu ári. Nú sé staðan enn verri, eins og sýni sig í Borgarnesi. Fyrr á þessu árið höfnuðu Snæfell og KR því að senda lið til keppni í úrvalsdeild kvenna. „Þetta er afar leitt og bara bagalegt þegar svona er. Þetta endurspeglar vandamál í íþróttahreyfingunni yfir höfuð, þar sem við þurfum svo mikið á sjálfboðaliðum að halda. Alveg sama hvort það er í hverfum á höfuðborgarsvæðinu eða í bæjum úti á landi þá þurfa fleiri að koma að starfinu til að láta íþróttalífið ganga,“ segir Hannes. „Þetta kannski sýnir að samfélagið þarf að taka ábyrgð á þessu. Því miður er það jafnan á svo fárra höndum að halda úti starfi, hvort sem það er í körfubolta eða öðrum íþróttagreinum. Það eru svo fáir sem eru tilbúnir að koma að starfinu því þetta sjálfboðaliðastarf útheimtir að sjálfsögðu mikinn tíma; að sækja peninga og annað sem að rekstrinum snýr. Ég hef talað mikið um það á síðustu árum að ég hafi áhyggjur af sjálfboðaliðastarfinu almennt og Covid var ekkert að hjálpa til þar. Það eru sífellt færri sem að bjóða sig fram í sjálfboðaliðastarf og þeirri þróun þarf að breyta.“
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum