Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins, en hægt og bítandi náðu Kritsján og félagar yfirhöndinni. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-15, Aix í vil.
Liðin skiptust á að skora í seinni hálfleik, en liðsmenn Limoges náðu góðu áhlaupi undir lok leiksins, og minnkuðu muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og fór það því svo að lokum að Kristján og félagar unnu góðan tveggja marka sigur, 36-34, og eru því komnir í átta liða úrslit.