Síðasti leikur þjálfarans verður sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 10:30 Vilhjálmur Kári Haraldsson á æfingu með Breiðabliksliðinu á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Kári Haraldsson er í sérstakri stöðu í kvöld. Hann er að stýra Blikaliðinu í síðasta skiptið en um leið er liðið að spila sinn fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt. Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Blikarkonur urðu bikarmeistarar á dögunum og urðu í öðru sæti í Pepsi Max deildinni þrátt fyrir að flest mörk í deildinni. Í kvöld er komið að leik á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain á Kópavogsvellinum. Vilhjálmur Kári hefur ákveðið að hætta með liðið og Ásmundur tekur við. Vilhjálmur ákvað að stjórna liðinu í síðasta sinn þegar það tekur þetta stóra skref í Smáranum í kvöld. „Þetta er svona stærsti leikur sem nokkur íslenskur þjálfari hefur stýrt. Þetta er mjög spennandi og stórt verkefni,“ sagði Vilhjálmur Kári í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Andstæðingarnir í Paris Saint Germain er gríðarlega sterkir. „Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og þær hafa verið að bæta sig. Lið sem vinnur Lyon sem var búið að ráða frönsku deildinni og Meistaradeildinni undanfarin ár. Það hlýtur að vera mikið í það lið spunnið. Þetta verður erfiður leikur,“ sagði Vilhjálmur en hvernig ætlar hann að nálgast leikinn. Klippa: Viðtal við Vilhjálm Kára fyrir PSG leik „Eins og við höfum gert í allt sumar. Við höfum alltaf reynt að nálgast leikina út frá okkar styrkleikum. Mér finnst það skipta ótrúlega miklu máli. Auðvitað kynnum við okkur leikstílinn þeirra og slíkt. Við munum auðvitað aðeins aðlaga okkur að þeirra leikstíl. Við munum ekki vera alveg jafn hátt á vellinum að pressa eins og við erum vön. Við munum samt pressa inn á milli og gera okkar besta,“ sagði Vilhjálmur. „Við munum nýta okkar styrkleika sem eru frábært kantspil, fyrirgjafir og virkilega góð hlaup inn í teiginn. Við höfum verið að skora fullt fullt af mörkum. Maður veit aldrei, kannski smellur þetta allt á morgun (í dag),“ sagði Vilhjálmur. Breiðablik spilaði við Paris Saint Germain fyrir tveimur árum en er þetta PSG betra í dag en það lið var? „Ég held að þetta sé að mörgu leyti svipað. Kannski einhverjir leikmenn betri og einhverjir síðri. Þetta verður bara gríðarlega erfiður leikur en það skiptir miklu máli að við erum með fimm leikmenn sem spiluðu leikina síðast. Það munar miklu í þessum undirbúningi og í þessum leikjum að vera með leikmenn sem þekkja það að spila við svona stórt lið,“ sagði Vilhjálmur. Það má hlusta á allt viðtal Gaupa við Vilhjálm hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir þetta síðasta tímabil sitt.
Breiðablik Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira