Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 11:50 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina í röð í morgun þegar meginvextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,5 prósent. Búast má við að viðskiptabankarnir hækki bráðlega húsnæðislánavexti sína í framhaldinu. Vísir/Vilhelm Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30