Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 08:45 Þeir sem dreifa upplýsingafalsi um loftslagsmál á Youtube geta ekki lengur hagnast á auglýsingasölu á miðlinum. Þá verður ekki lengur hægt að kaupa auglýsingar með röngum fullyrðingum um loftslagsvísindi. Vísir/EPA Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði. Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Með nýju reglunum geta auglýsendur á Google og efniframleiðendur á Youtube ekki lengur hagnast á auglýsingum með efni sem stangast á við viðtekin loftslagsvísindi um tilvist og orsakir loftslagsbreytinga, að sögn vefmiðilsins Axios. Þetta á við ef vísað er til loftslagsbreytingar sem „gabbs“ eða „svindls“, þrætt er fyrir að loftslag jarðar fari hlýnandi eða því er neitað að losun á gróðurhúsalofttegundum eða athafnir manna eigi þátt í loftslagsbreytingum. „Auglýsendur vilja einfaldlega ekki að auglýsingar þeirra birtist við hlið þessa efnis. Útgefendur og efnisframleiðendur vilja heldur ekki að auglýsingar þar sem þessum fullyrðingum er haldið á lofti birtist á síðum þeirra eða myndböndum,“ sagði Google í yfirlýsingu um breytingarnar. Tæknifyrirtæki og samfélagsmiðlar hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að leyfa alls kyns upplýsingafalsi að vaða uppi, ekki aðeins um loftslagsbreytingar. Facebook bætti við upplýsingasíðu sem er ætlað að svara fölskum upplýsingum sem er dreift á miðlinum um um loftslagsbreytingar. Ákvörðun Google nú er þó róttækasta aðgerðin gegn rangfærslum um loftslagsmál til þessa. Fyrirtækið segist hafa átt samráðð við sérfræðinga þegar það samdi nýju reglurnar. Þeim verður framfylgt bæði með sjálfvirkum gervigreindartólum og yfirferð starfsmanna Google. Áfram verður hægt að selja auglýsingar með öðru efni um loftslagsmál og þá ætlar Google að gæta að samhenginu þar sem rangar upplýsingar koma fram. Þannig verða þeir sem fjalla um rangar fullyrðingar eða ræða þær ekki sviptir auglýsingatekjum. Nýju reglurnar taka gildi í næsta mánuði.
Loftslagsmál Google Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent