Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 10:22 Netverjar hafa ekki setið á sér eftir fréttir dagsins. Vísir Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021 Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira