„Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. október 2021 14:11 Kvartettinn Undirleikararnir er hliðarverkefni nokkurra meðlima hljómsveitarinnar Piparkorns sem unnu Hljómsveit Fólksins á Músíktilraunum 2021. Aðsent „Í lok síðasta árs var haft samband við okkur og okkur boðið að ferðast um Norðurlandið að spila tónlist Geirmundar Valtýssonar. Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna og þetta hefur reynst vera hið mesta ævintýri,“ segir Gunnar Hinrik Hafsteinsson meðlimur hljómsveitarinnar Undirleikararnir Kvartettinn spilar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikunum Lögin hans Geira. Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleikana í kvöld og eru strákarnir spenntir að koma fram fyrir fullum sal. „Við erum svona allskonar hljómsveit. Tónlistarlegur grunnur okkar allra er djass en við tökum að okkur að spila tónlist af nánast hvaða tagi sem er við hin ýmsu tilefni. Ef fólk vantar undirleik við viðburð eða upptökur erum við mennirnir í verkið,“ útskýrir Gunnar Hinrik. Undirleikararnir ásamt Geirmundi Valtýssyni en þeir munu koma saman í Salnum í kvöld.Aðsent Byrjuðu sem hljómsveitin Piparkorn „Við byrjuðum að spila saman í lok ársins 2019 þegar við tókum upp plötu sem hljómsveitin Piparkorn. Það samstarf gekk vel en við tókum eftir því að það var mun oftar haft samband við okkur um að spila undir á viðburðum heldur en að spila okkar eigin tónlist. Þá vaknaði hugmyndin að stofna hljómsveit sem sérhæfði sig einungis í því.“ Þannig varð hljómsveitin Undirleikararnir til. Guðjón Hinrik spilar á gítar á bassa og með honum í hljómsveitinni Undirleikararnir eru Guðjón Steinn Skúlason á tréblásturshljóðfæri og bassa, Magnús Þór Sveinsson á píanó og Þorsteinn Jónsson trommur. „Þrír okkar vorum saman í Listaskóla Mosfellsbæjar í tónlistarnámi en Guðjón, sem býr í Reykjanesbæ, hittum við í samstarfsverkefnum á milli ýmissa tónlistarskóla af Suðvesturlandinu og mynduðum farsælt samband út frá því.“ Undirleikararnir á sviði. Geirmundur sjálfur stígur með þeim á svið Fleiri flottir söngvarar munu svo koma fram á þessum tónleikum í kvöld, meðal annars Geirmundur sjálfur. „Söngvarar kvöldsins verða Bjarni Atlason, María Ólafsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og tvíburarnir Ingi Sigþór og Róbert Smári Gunnarssynir, sjálfur Geirmundur Valtýsson tekur nokkur lög með okkur og Valgerður Erlingsdóttir mun kynna og segja margar góðar sögur af Geirmundi í gegnum feril hans.“ Geirmundur á tónleikum með Undirleikurunum.Aðsent Það er nóg að gera fram undan hjá Undirleikurunum. „Eftir síðustu Geiralagatónleikana er næsta verkefni að spila á jólatónleikum á Sauðárkróki 18. desember, en þangað til munum við halda áfram að taka að okkur margskyns önnur verkefni. Öllum er frjálst að hafa samband við okkur. Hægt er að finna okkur á Facebook og Instagram en einnig er hægt að senda okkur póst á undirleikararnir@gmail.com,“ segir hann að lokum. Kópavogur Skagafjörður Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kvartettinn spilar í Salnum í Kópavogi í kvöld á tónleikunum Lögin hans Geira. Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleikana í kvöld og eru strákarnir spenntir að koma fram fyrir fullum sal. „Við erum svona allskonar hljómsveit. Tónlistarlegur grunnur okkar allra er djass en við tökum að okkur að spila tónlist af nánast hvaða tagi sem er við hin ýmsu tilefni. Ef fólk vantar undirleik við viðburð eða upptökur erum við mennirnir í verkið,“ útskýrir Gunnar Hinrik. Undirleikararnir ásamt Geirmundi Valtýssyni en þeir munu koma saman í Salnum í kvöld.Aðsent Byrjuðu sem hljómsveitin Piparkorn „Við byrjuðum að spila saman í lok ársins 2019 þegar við tókum upp plötu sem hljómsveitin Piparkorn. Það samstarf gekk vel en við tókum eftir því að það var mun oftar haft samband við okkur um að spila undir á viðburðum heldur en að spila okkar eigin tónlist. Þá vaknaði hugmyndin að stofna hljómsveit sem sérhæfði sig einungis í því.“ Þannig varð hljómsveitin Undirleikararnir til. Guðjón Hinrik spilar á gítar á bassa og með honum í hljómsveitinni Undirleikararnir eru Guðjón Steinn Skúlason á tréblásturshljóðfæri og bassa, Magnús Þór Sveinsson á píanó og Þorsteinn Jónsson trommur. „Þrír okkar vorum saman í Listaskóla Mosfellsbæjar í tónlistarnámi en Guðjón, sem býr í Reykjanesbæ, hittum við í samstarfsverkefnum á milli ýmissa tónlistarskóla af Suðvesturlandinu og mynduðum farsælt samband út frá því.“ Undirleikararnir á sviði. Geirmundur sjálfur stígur með þeim á svið Fleiri flottir söngvarar munu svo koma fram á þessum tónleikum í kvöld, meðal annars Geirmundur sjálfur. „Söngvarar kvöldsins verða Bjarni Atlason, María Ólafsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og tvíburarnir Ingi Sigþór og Róbert Smári Gunnarssynir, sjálfur Geirmundur Valtýsson tekur nokkur lög með okkur og Valgerður Erlingsdóttir mun kynna og segja margar góðar sögur af Geirmundi í gegnum feril hans.“ Geirmundur á tónleikum með Undirleikurunum.Aðsent Það er nóg að gera fram undan hjá Undirleikurunum. „Eftir síðustu Geiralagatónleikana er næsta verkefni að spila á jólatónleikum á Sauðárkróki 18. desember, en þangað til munum við halda áfram að taka að okkur margskyns önnur verkefni. Öllum er frjálst að hafa samband við okkur. Hægt er að finna okkur á Facebook og Instagram en einnig er hægt að senda okkur póst á undirleikararnir@gmail.com,“ segir hann að lokum.
Kópavogur Skagafjörður Tónlist Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira