Bjarni Ben býður Birgi velkominn Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:28 Bjarni Benediktsson hefur boðið Birgi Þórarinsson velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35
„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08
Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10