Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Snorri Másson skrifar 10. október 2021 08:32 Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Friðjón Friðjónsson almannatengill var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík suður. Vísir/Sjálfstæðisflokkurinn Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. Miðflokkurinn stendur eftir sem minnsti flokkur á Alþingi með aðeins tvo menn, formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Í yfirlýsingu sem stjórn flokksins sendi frá sér á fimmta tímanum er ákvörðun Birgis sögð áfall fyrir öflugan hóp í Suðurkjördæmi sem hafi borið Birgi á örmum sér í kosningabaráttunni. Hann tilkynnti síðan um vistaskiptin tveimur vikum eftir kosningar. Friðjón Friðjónsson almannatengill og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gott að auka þingstyrk flokksins en að þeir sem í hann gangi þurfi að laga sig að stefnunni. Friðjón telur málið snúast um persónur innan Miðflokksins. „Hann vitnaði til einhvers bréfs sem kom fimm dögum fyrir kosningar, sem ég veit ekki nein deili á. Þannig að þetta virðist vera miklu persónulegra heldur en málefnalegra, vegna þess að meðal annars bíður hann ekki eftir því að sjá hvað er í stjórnarsáttmálanum heldur samþykkir hann hann óséðan,“ segir Friðjón. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að málið líti ekki vel út: „Ég verð bara að segja, ég dauðvorkenni kjósendum Miðflokksins í þessu kjördæmi og öllum þeim fjölda starfsfólks sem hefur lagt hönd á plóg í þessum kosningum. Þetta er eins og einhver lýsti því: Ekkert annað en hnífstunga í bakið. Þetta er það snemmt og það fyrirséð hjá viðkomandi eða fyrirfram ákveðið, það er engin leið að lesa annað út úr því.“ Eina fagnaðarefnið við inngöngu Birgis Þórarinssonar í þingflokk xD er að með því er hann að samþykkja stefnu xD. Birgir mun því láta af andstöðu við gagnrýni á stöðu mannréttinda á Filippseyjum, styðja framþróun orkumála og láta af daðri við afneitunarsinna í lofslagsmálum.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) October 9, 2021 Birgir þarf að laga sig að flokknum Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi hjá stjórn sem Birgir hefur talað gegn. Hanna Katrín: „Þetta eykur þingstyrk flokksins en mér þætti ekki ólíklegt að þetta þrengdi möguleika hans til stjórnarsamstarfs að einhverju leyti. En nóttin er ung, þó að þessi tiltekni þingmaður ferðist með þungan farangur af alls konar forpokaðri afstöðu, allt að því mannfjandsamlegri til ýmissa mála, þá er þetta samt bara einn þingmaður.“ Friðjón: „Hann þarf að aðlaga sig að þeim málum sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Orkuskipti, virðing fyrir mannréttindum og ákveðna afstöðu í mörgum málum sem hann sannarlega talaði mjög einarðlega á móti á síðasta kjörtímabili.“ Hefurðu trú á því að hann geti tekið það stökk? „Það er hans að sanna það, hann er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, við sjálfstæðisfólk erum ekki að ganga í Birgi Þórarinsson,“ segir Friðjón. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag en sagðist í stuttri uppfærslu hlakka til samstarfsins við Birgi. Ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gáfu ekki kosti á viðtali í dag, ekki frekar en formaður Miðflokksins. Í viðtali við fréttastofu var Friðjóni Friðjónssyni veitt ráðrúm til að svara spurningunni um stað Birgis Þórarinssonar í Sjálfstæðisflokknum oftar en einu sinni, en ástæðuna fyrir því má sjá hér: Sjaldan verið leiðari að þurfa að klippa út kvót pic.twitter.com/pgX8rH4vMj— Snorri Másson (@5norri) October 9, 2021 Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Miðflokkurinn stendur eftir sem minnsti flokkur á Alþingi með aðeins tvo menn, formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Í yfirlýsingu sem stjórn flokksins sendi frá sér á fimmta tímanum er ákvörðun Birgis sögð áfall fyrir öflugan hóp í Suðurkjördæmi sem hafi borið Birgi á örmum sér í kosningabaráttunni. Hann tilkynnti síðan um vistaskiptin tveimur vikum eftir kosningar. Friðjón Friðjónsson almannatengill og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gott að auka þingstyrk flokksins en að þeir sem í hann gangi þurfi að laga sig að stefnunni. Friðjón telur málið snúast um persónur innan Miðflokksins. „Hann vitnaði til einhvers bréfs sem kom fimm dögum fyrir kosningar, sem ég veit ekki nein deili á. Þannig að þetta virðist vera miklu persónulegra heldur en málefnalegra, vegna þess að meðal annars bíður hann ekki eftir því að sjá hvað er í stjórnarsáttmálanum heldur samþykkir hann hann óséðan,“ segir Friðjón. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að málið líti ekki vel út: „Ég verð bara að segja, ég dauðvorkenni kjósendum Miðflokksins í þessu kjördæmi og öllum þeim fjölda starfsfólks sem hefur lagt hönd á plóg í þessum kosningum. Þetta er eins og einhver lýsti því: Ekkert annað en hnífstunga í bakið. Þetta er það snemmt og það fyrirséð hjá viðkomandi eða fyrirfram ákveðið, það er engin leið að lesa annað út úr því.“ Eina fagnaðarefnið við inngöngu Birgis Þórarinssonar í þingflokk xD er að með því er hann að samþykkja stefnu xD. Birgir mun því láta af andstöðu við gagnrýni á stöðu mannréttinda á Filippseyjum, styðja framþróun orkumála og láta af daðri við afneitunarsinna í lofslagsmálum.— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) October 9, 2021 Birgir þarf að laga sig að flokknum Stjórnarmyndunarviðræður eru í fullum gangi hjá stjórn sem Birgir hefur talað gegn. Hanna Katrín: „Þetta eykur þingstyrk flokksins en mér þætti ekki ólíklegt að þetta þrengdi möguleika hans til stjórnarsamstarfs að einhverju leyti. En nóttin er ung, þó að þessi tiltekni þingmaður ferðist með þungan farangur af alls konar forpokaðri afstöðu, allt að því mannfjandsamlegri til ýmissa mála, þá er þetta samt bara einn þingmaður.“ Friðjón: „Hann þarf að aðlaga sig að þeim málum sem Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnarflokkarnir munu leggja áherslu á. Orkuskipti, virðing fyrir mannréttindum og ákveðna afstöðu í mörgum málum sem hann sannarlega talaði mjög einarðlega á móti á síðasta kjörtímabili.“ Hefurðu trú á því að hann geti tekið það stökk? „Það er hans að sanna það, hann er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, við sjálfstæðisfólk erum ekki að ganga í Birgi Þórarinsson,“ segir Friðjón. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag en sagðist í stuttri uppfærslu hlakka til samstarfsins við Birgi. Ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks gáfu ekki kosti á viðtali í dag, ekki frekar en formaður Miðflokksins. Í viðtali við fréttastofu var Friðjóni Friðjónssyni veitt ráðrúm til að svara spurningunni um stað Birgis Þórarinssonar í Sjálfstæðisflokknum oftar en einu sinni, en ástæðuna fyrir því má sjá hér: Sjaldan verið leiðari að þurfa að klippa út kvót pic.twitter.com/pgX8rH4vMj— Snorri Másson (@5norri) October 9, 2021
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08