Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Snorri Másson skrifar 10. október 2021 13:00 Minna hefur verið að gera hjá lögreglu um helgar vegna faraldursástands, en nú eru annirnar að verða meiri aftur. Vísir/Vilhelm Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“ Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08