Bjórostur kynntur í Hveragerði á bjórhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 13:15 Um 300 manns starfa við íslenska bjórframleiðslu á einn eða annan hátt hjá handverksbrugghúsum út um allt land. Aðsend Unnendur íslensk bjórs geta farið að láta sér hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði í gróðurhúsi þar sem nýr bjórostur verður meðal annars kynntur. Í dag eru tuttugu og fimm brugghús á Íslandi, sem veita um 300 manns atvinnu. Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Það er Ölverk brugghús í Hveragerði, sem stendur að bjórhátíðinni sem fer fram í stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði dagana 22. og 23. október. Nú þegar hafa yfir tuttugu íslenskir bjórframleiðendur skráð sig til þátttöku á hátíðinni. Laufey Sif Lárusdóttir hjá Ölverki er í forsvari fyrir hátíðina en hún er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa. „Þetta er svo afbrigðilega vinalegur geiri öll brugghúsin á Íslandi. Við erum bara ein stór fjölskylda og brugghúsin sem koma á bjórhátíð Ölverks eru alls staðar af landinu. Þau koma frá Siglufirði, Húsavík, Reykjavík, Garðinum, Breiðdalsvík, Borgarfirði Eystri, Vík í Mýrdal, Vestmannaeyjum og fleiri og fleiri stöðum. Við verðum með hátíðina í mjög stóru gróðurhúsi miðsvæðis í Hveragerði þar sem við stillum hitann í 25 til 30 gráður,“ segir Laufey. Skálað í íslenskum bjór.Aðsend Laufey segir að gestum hátíðarinnar muni gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum en mikil spenna sé fyrir nýjum bjór frá Mjólkursamsölunni en það er bjórostur. Einnig verða tónlistaratriði bæði kvöldin, meðal annars með Bjartmari Guðlaugssyni og hljómsveitinni Hjálmum. Tuttugu og fimm handverksbrugghús eru í landinu og fer þeim sífellt fjölgandi. Þau skapa fjölmörg störf. „Við teljum að í kringum, svona afleitt störf af brugghúsum séu um 300 talsins“, segir Laufey. Laufey segir erlenda ferðamenn hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum bjór. „Já, við sjáum mikinn vöxt í erlendum gestum sem koma gagngert til Íslands til þess að skoða íslensk handverksbrugghús og eru með stóran tékklista og fara hringinn til að hitta öll þessi brugghús og fá að smakka og framleiðslunni hjá þeim og sannarlega væri þá ánægjulegt ef að þessum handverksbrugghúsum væri leyfilegt að selja sína framleiðslu í einhverju magni til þessara ferðamanna.“ Laufey Sif Lárusdóttir í Hveragerði, sem rekur þar Ölverk brugghús með manni sínum, Elvari Þrastarsyni. Laufey er jafnframt formaður íslenskra handverksbrugghúsa.Aðsend
Hveragerði Menning Garðyrkja Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira