Fyrsta serían kom út árið 2004, og Idolið eins og það var iðulega kallað varð fljótlega eitthvert vinsælasta sjónvarpsefni landsins á þeim tíma.
Í heimsókninni ræða þeir Simmi og Jói vinsældirnar, sem þeir segja þó ekkert endilega hafa búist við þegar þeir fóru inn í verkefnið. Þeir voru báðir sammála um að Idolið hafi verið hápunkturinn á þeirra fjölmiðlaferli.
Tvíeykið góðkunna ræðir ýmislegt, meðal annars ástæðu þess að Jói ákvað að raka af sér hárið meðan á tökum á einni þáttaröðinni stóð. Vildi hann þar meina að hárið á honum hafi verið orðið eins og „gömul, lúin moppa.“
Hér að neðan má sjá þá félaga ræða tíma sinn í Idolinu, í afmælisveislu Stöðvar 2.