Courtois gagnrýndi UEFA og FIFA fyrir græðgina: Við erum ekki vélmenni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 11:31 Belgarnir Jan Vertonghen, Thibaut Courtois, Hans Vanaken og Timothy Castagne stilla sér upp fyrir leikinn um þriðja sætið í Þjóðadeildinni. Getty/Chris Ricco Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid og belgíska landsliðsins, segir að öllum sé sama um heilsu og vellíðan leikmannanna sjálfra. Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Courtois og félagar urðu að sætta sig við fjórða sætið í Þjóðadeildinni eftir hafa tapað báðum leikjum sínum í úrslitakeppninni á Ítalíu sem fór fram í þessum landsleikjaglugga. Courtois var tekinn í viðtal eftir tap á móti Ítalíu í leiknum um þriðja sætið. „Þessi leikur snýst bara orðið um peninga og við verðum bara að vera hreinskilin með það,“ sagði Thibaut Courtois sem virtist vera sérstaklega ósáttur með það að þurfa að spila leikinn um þriðja sætið. "They don't care about the players they just care about their pockets." Thibaut Courtois accused UEFA and FIFA of prioritising money over player welfare after Belgium were beaten 2-1 by Italy in the Nations League third-place play-off. pic.twitter.com/0RbBu0Ux6h— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 11, 2021 „UEFA fær aukapening með þessari keppni af því að þetta er aukaleikur í sjónvarpi. Auðvitað vilja allir spila en sjáið bara hversu mikið bæði lið breyttust frá því í undanúrslitunum,“ sagði Courtois. „Ef þessi lið hefði verið að spila úrslitaleikinn þá hefðu aðrir leikmenn verið að spila,“ sagði Courtois en Belgar léku meðal annars bæði án Eden Hazard og Romelu Lukaku í leiknum. „Á næsta ári er síðan HM í nóvember og við þurfum að spila aftur þangað til seint í júní. Við munum meiðast. Það er öllum sama um leikmennina. Í júnímánuði, eftir langt tímabil, þá þarftu að spila fjóra leiki í Þjóðadeildinni og svo færðu bara tveggja vikna sumarfrí,“ sagði Courtois. "No one cares about the players anymore. If we never say anything it will be the same. They just care about their pockets."Thibaut Courtois criticised UEFA's scheduling and stated that the third place play-off fixtures was unnecessary. pic.twitter.com/8RAhgKDsQ8— Football Daily (@footballdaily) October 11, 2021 „Það er ekki nógu mikið frí fyrir leikmenn til að hlaða batteríin fyrir tólf mánuði á hæsta getustigi. Ef við segjum ekki neitt þá mun þetta ekki breytast,“ sagði Courtois. „Þeir segjast vera á móti Ofurdeildinni en þeir haga sér alveg eins. Þeir bæta við leikjum og búa til nýja keppni. Þetta er allt við það sama. Þeir geta verið reiðir félögum sem vilja Ofurdeildina en þeim er alveg sama um leikmennina og hugsa bara um vasana sína,“ sagði Courtois. „Nú vilja þeir vera með EM og HM á hverju ári. Hvenær fáum við hvíld? Aldrei. Á endanum munu leikmenn meiðast aftur og aftur. Við erum ekki vélmenni. Þetta eru bara fleiri og fleiri leikir og minni hvíld. Öllum er síðan sama,“ sagði Courtois.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA UEFA FIFA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira