Hey, þetta er ekki flókið Sigurður Friðleifsson skrifar 11. október 2021 14:01 Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar