Stöð 2 Sport
Klukkan 14.50 hefst útsending frá leik Íslands og Portúgals í undankeppni Evrópumóts U-21 árs landsliða sem fram fer 2023. Ísland er með fjögur stig að loknum tveimur leikjum meðan Portúgal trónir á toppi riðilsins.
Klukkan 17.50 er komið að leik Aþenu UMFK og Þór Akureyrar í 1. deild kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu mæta Ungverjalandi í undankeppni HM 2022 klukkan 18.45 í kvöld. Klukkan 20.45 er komið að Markaþætti HM 2022 þar sem öll mörk kvöldsins verða sýnd.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.45 mætast Danmörk og Austurríki í undankeppni HM 2022. Danmörk er með fullt hús stiga.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 11.00 heldur beint útsending frá Worlds 2021 sem fram fer í Laugardalshöll áfram. Um er að ræða eitt stærsta rafíþróttamót heims fer fram. Bestu lið heims í League of Legends etja kappi um heimsmeistaratitilinn. Viðburðurinn er í umsjá Riot Games.
Klukkan 20.15 er komið að Vodafone-deildinni í Counter-Strike:Global Warfare. Leikir kvöldsins eru Fylkir - Þór og XY – Kórdrengir.