Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Snorri Másson skrifar 11. október 2021 19:51 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Sjá meira