Festust í snjó og símasambandsleysi en eru nú fundin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2021 22:05 Frá vettvangi nú í kvöld. Landsbjörg Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um fastan bíl á Mælifellssandi rétt norður af Mýrdalsjökli. Þrír voru í bílnum sem verið er að draga upp úr snjó sem hann festist í. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að bíllinn hafi verið á vesturleið um hálendið þegar hann festist. Lélegt símasamband er á svæðinu og þurfti fólkið því að ganga nokkurn spöl til að eiga þess kost að hringja á hjálp. Sambandið var þó slitrótt en einn tilkynnandi náði að koma því til skila að fólkið væri ekki við bílinn og gaf upp áætlaða staðsetningu, sem björgunarsveitir vissu þó ekki hvort ætti við bílinn eða fólkið. Því var brugðið á það ráð að kalla út nokkrar björgunarsveitir og senda þær á Mælifellssand úr tveimur áttum, þar sem mögulegt var talið að fólkið væri ekki við bílinn og leita þyrfti að því. Upp úr klukkan níu í kvöld komu björgunarsveitir að bílnum, þar sem alla þrjá ferðalangana var að finna innanborðs. Þá tók við vinna viða að draga bílinn úr snjónum og fylgja fólkinu í austurátt til byggða. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að bíllinn hafi verið á vesturleið um hálendið þegar hann festist. Lélegt símasamband er á svæðinu og þurfti fólkið því að ganga nokkurn spöl til að eiga þess kost að hringja á hjálp. Sambandið var þó slitrótt en einn tilkynnandi náði að koma því til skila að fólkið væri ekki við bílinn og gaf upp áætlaða staðsetningu, sem björgunarsveitir vissu þó ekki hvort ætti við bílinn eða fólkið. Því var brugðið á það ráð að kalla út nokkrar björgunarsveitir og senda þær á Mælifellssand úr tveimur áttum, þar sem mögulegt var talið að fólkið væri ekki við bílinn og leita þyrfti að því. Upp úr klukkan níu í kvöld komu björgunarsveitir að bílnum, þar sem alla þrjá ferðalangana var að finna innanborðs. Þá tók við vinna viða að draga bílinn úr snjónum og fylgja fólkinu í austurátt til byggða.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira