Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2021 13:00 Leikmenn ástralska landsliðsins þvertaka fyrir það að kynferðisleg áreitni, einelti og önnur óviðeigandi hegðun líðist innan liðsins. getty/Tim Clayton Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM. Fótbolti Ástralía Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira