Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 12. október 2021 12:01 arni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. „Við höfum verið að kalla til okkar gögn og setjast yfir þau. Ræða saman heiðarlega um skoðanamun í einstökum málum og reyna að finna lausn á þeim,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði það taka nokkra daga og vera nauðsynlega forsendu nokkurra ára samstarfs. Hvað eru erfiðustu málin? Eru það miðhálendisþjóðgarður, vindmyllugarður, rammaáætlun og þessi mál? „Þetta eru allt dæmi um mál sem að gerðist lítið með á síðasta kjörtímabili. Við getum horft til þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið samþykkt rammaáætlun hér frá 2013, sem er alveg þvert á öll lög og gengur ekki upp. Við verðum að komast upp úr því fari,“ sagði Bjarni. Ekki strand á virkjunum Hann sagði lausnir þurfa og að einnig þurfi að ræða miðhálendisþjóðgarðinn og horfast í augu við að stjórnarflokkarnir hafi ekki verið sammála um það á síðasta kjörtímabili. Bjarni sagði það ekki gagnast neinum að leggja það mál aftur óbreytt á borðið og þverskallast við. „Þetta eru dæmi um mál, já, sem við höfum haft þörf fyrir að ræða,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræðurnar ekki stranda á mögulegum virkjunum. „Ef við ætlum að fara í alvöru orkuskipti, þá þarf orku. Það þarf græna orku,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þess vegna væri Sjálfstæðismönnum mikið í mun að reyna að slípa til ferla og fækka flöskuhálsum í hinu opinbera kerfi sem komi í veg fyrir að árangur náist í orkuskiptum. Hann sagði skaða af því hve rammaáætlun hefði tafist lengi. Spenntir fyrir heilbrigðismálunum Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn spenntan fyrir heilbrigðismálum hér á landi. Þar væru gríðarleg sóknartækifæri og málaflokkurinn væri gríðarlega þýðingarmikill sem um fjórðungur ríkisútgjalda færi til. „Risaráðuneyti, stór málaflokkur, þungur og erfiður. En, jájá, við sjáum alveg fyrir okkur að geta sinnt honum á næsta kjörtímabili,“ sagði Bjarni. Hann sagði engum þó hafa verið stillt upp við vegg. Það væri ekki enn komið að því að ræða útdeilingu einstakra ráðuneyta. Bjarni sagðist ekki geta svarað spurningu um hve langt sé til lands í viðræðunum. Hins vegar væru þau að reyna að nýta hvern dag vel. „Erum ekki að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins“ Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn tók Bjarni undir að það væri óvanalegt mál og þá sérstaklega svo snemma í kjölfar kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar ekki átt frumkvæði að því. „Skilin við Miðflokkinn eru hins vegar eitthvað sem hann hefur verið að gera grein fyrir og mér finnst hann hafa gert það vel,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist ekki nægilega vel að sér um skoðanir Birgis um einstaka mál til að geta verið með yfirlýsingar um það hvort afstaða hans til málefna LGBT-fólks, þungunarrofs og annarra ætti sér rúm í Sjálfstæðisflokknum. „Hann kemur inn í okkar hóp og þarf að starfa í okkar þingflokki, samkvæmt þeim stefnumálum sem við höfum sett á dagskrá. Við erum ekki að fara að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins ef fólk hefur áhyggjur af því.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
„Við höfum verið að kalla til okkar gögn og setjast yfir þau. Ræða saman heiðarlega um skoðanamun í einstökum málum og reyna að finna lausn á þeim,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði það taka nokkra daga og vera nauðsynlega forsendu nokkurra ára samstarfs. Hvað eru erfiðustu málin? Eru það miðhálendisþjóðgarður, vindmyllugarður, rammaáætlun og þessi mál? „Þetta eru allt dæmi um mál sem að gerðist lítið með á síðasta kjörtímabili. Við getum horft til þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið samþykkt rammaáætlun hér frá 2013, sem er alveg þvert á öll lög og gengur ekki upp. Við verðum að komast upp úr því fari,“ sagði Bjarni. Ekki strand á virkjunum Hann sagði lausnir þurfa og að einnig þurfi að ræða miðhálendisþjóðgarðinn og horfast í augu við að stjórnarflokkarnir hafi ekki verið sammála um það á síðasta kjörtímabili. Bjarni sagði það ekki gagnast neinum að leggja það mál aftur óbreytt á borðið og þverskallast við. „Þetta eru dæmi um mál, já, sem við höfum haft þörf fyrir að ræða,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræðurnar ekki stranda á mögulegum virkjunum. „Ef við ætlum að fara í alvöru orkuskipti, þá þarf orku. Það þarf græna orku,“ sagði Bjarni. Hann sagði að þess vegna væri Sjálfstæðismönnum mikið í mun að reyna að slípa til ferla og fækka flöskuhálsum í hinu opinbera kerfi sem komi í veg fyrir að árangur náist í orkuskiptum. Hann sagði skaða af því hve rammaáætlun hefði tafist lengi. Spenntir fyrir heilbrigðismálunum Bjarni sagði Sjálfstæðisflokkinn spenntan fyrir heilbrigðismálum hér á landi. Þar væru gríðarleg sóknartækifæri og málaflokkurinn væri gríðarlega þýðingarmikill sem um fjórðungur ríkisútgjalda færi til. „Risaráðuneyti, stór málaflokkur, þungur og erfiður. En, jájá, við sjáum alveg fyrir okkur að geta sinnt honum á næsta kjörtímabili,“ sagði Bjarni. Hann sagði engum þó hafa verið stillt upp við vegg. Það væri ekki enn komið að því að ræða útdeilingu einstakra ráðuneyta. Bjarni sagðist ekki geta svarað spurningu um hve langt sé til lands í viðræðunum. Hins vegar væru þau að reyna að nýta hvern dag vel. „Erum ekki að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins“ Aðspurður um vistaskipti Birgis Þórarinssonar úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn tók Bjarni undir að það væri óvanalegt mál og þá sérstaklega svo snemma í kjölfar kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar ekki átt frumkvæði að því. „Skilin við Miðflokkinn eru hins vegar eitthvað sem hann hefur verið að gera grein fyrir og mér finnst hann hafa gert það vel,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist ekki nægilega vel að sér um skoðanir Birgis um einstaka mál til að geta verið með yfirlýsingar um það hvort afstaða hans til málefna LGBT-fólks, þungunarrofs og annarra ætti sér rúm í Sjálfstæðisflokknum. „Hann kemur inn í okkar hóp og þarf að starfa í okkar þingflokki, samkvæmt þeim stefnumálum sem við höfum sett á dagskrá. Við erum ekki að fara að aðlaga okkur að stefnu Miðflokksins ef fólk hefur áhyggjur af því.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58
Vistaskipti Birgis óvenjuleg en trufla Katrínu ekki Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir óvenjulegt að þingmaður yfirgefi flokk sinn jafn skömmu eftir kosningar og raun ber vitni hjá Birgi Þórarinssyni, fyrrverandi Miðflokksmanni og nú þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Formennirnir leita fyrirmynda á Norðurlöndunum varðandi röðun málaflokka í sín ráðuneyti. 11. október 2021 11:51