Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en sneri aftur á völlinn í kvöld og segja má að mörk hans hafi skipt sköpum. Leikurinn var í járnum allt frá upphafi til enda en staðan var jöfn 18-18 í hálfleik.
Í þeim síðari tókst heimamönnum að ná upp þriggja marka forystu en gestirnir voru aldrei langt undan. Fór það svo að Álaborg vann með eins marks mun, lokatölur 34-33.
Álaborgar jafnar þar með Kiel að stigum á toppi A-riðils Meistaradeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá leiki og tapað einum.