Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2021 11:34 Mikil skothríð hefur ómað í Beirút í morgun. AP/Hassan Ammar Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021 Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Leiðtogar Hezbollah í Líbanon vilja að dómaranum verði vikið úr embætti. Skotbardagar hafa átt sér stað í borginni og hafa háværar sprengingar einnig heyrst. Reuters segir konu hafa dáið eftir að hún varð fyrir byssukúlu á heimili sínu. Hér að neðan má sjá beina útsendingu Ruptly frá skotbardaga sem átti sér stað í Beirút í morgun. AP fréttaveitan segir Hezbollah-liða hafa komið saman við mótmæli við dómsmálaráðuneyti Líbanons í morgun. Þá hafi samtök hægri sinnaðra kristinna manna boðað til gagnmótmæla en dómsmálaráðuneytið er í hverfi kristinna í Beirút. Fréttaveitan segir ekki liggja fyrir hvernig bardagar hófust en skothríðin hafi byrjað á meðan mótmælin stóðu yfir. Meira en ár er síðan gríðarstór sprenging varð í höfn Beirút. Þá sprungu hundruð tonna af amm Tarek Bitar, dómari sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni, gaf í vikunni svo út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann harðlega og kallaði eftir því að honum yrði vikið úr embætti. Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Sjá einnig: Ár frá sprengingunni í Beirút - Ráðamenn hunsuðu hættuna Undanfarin ári hefur Líbanon gengið í gegnum ýmsa erfiðleika. Þar má meðal annars nefna sprenginguna, gífurleg efnahagsvandræði og stjórnarkreppu. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd frá átökunum í morgun. #Hezbollah militants in central #Beirut. Its really street fighting now. pic.twitter.com/d3jRK2bBCi— Barzan Sadiq (@BarzanSadiq) October 14, 2021 # _ # _ _ # _ pic.twitter.com/kyvQ2Yv6W9— Larissa Aoun (@LarissaAounSky) October 14, 2021 Short thread- #Beirut #Lebanon again sniper fire, gunfights and rockets in the city #Tayoune area. Happened during a #Hizbollah #Amal protest near the palace of justice against judge Bitar handling the #beirutportexplosion Videos circulating on social media pic.twitter.com/0ZAw20EY45— Maha Yahya (@mahamyahya) October 14, 2021
Líbanon Tengdar fréttir Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32 Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Mikill eldur á stærstu olíubirgðastöð Líbanons Gríðarmikill eldur braust út í bensóltanki á olíubirgðastöðinni Zahrani í Líbanon í morgun. 11. október 2021 08:32
Rafmagnslaust í Líbanon Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga. 9. október 2021 14:48
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41