Stefanía Bjarney tilnefnd sem frumkvöðull ársins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 13:01 Stefanía Bjarney flutti erindi á setningu Nýsköpunarviku. Mummi Lú Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, famkvæmdastjóri og meðstofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Avo, er tilnefnd til Nordic Women in Tech Awards í flokknum frumkvöðull ársins. Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Avo hefur verið á mikilli siglingu og meðal nýrra viðskiptavina eru Adobe og Fender. „Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards eru viðurkenning á störfum kvenna í tæknigeiranum á Norðurlöndunum með það að markmiði að setja kvenfyrirmyndir í sviðsljósið og draga að fleiri konur inn í nýsköpun og tækni. Þær sem eru tilnefndar þykja hafa skarað fram úr og verið sterkar fyrirmyndir. Verðlaunin eru veitt í tíu flokkum og eru fimm konur tilnefndar í hverjum þeirra,“ segir um þessi verðlaun. „Ég lít fyrst og fremst á tilnefninguna sem viðurkenningu á öllu Avo teyminu. Þetta er allt saman „team-effort.“ Að vera í þessum sleggju hópi af flottustu konum Norðurlandanna í tæknigeiranum er auðvitað mikill heiður.“ Stefanía Bjarney er tilnefnd í flokknum Frumkvöðull ársins (e. Entrepreneur of the Year) og eru þau verðlaun veitt til einstaklings sem er eigandi í fyrirtæki sem sýnt hefur framúrskarandi árangur síðustu 36 mánuði og þykir vera með skýr og raunhæf markmið. Aðspurð segir Stefanía Bjarney margt hafa verið á siglingu undanfarna mánuði „Við erum í stöðugri vöruþróun og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Með nýjustu gagnastjórnunarlausnunum okkar hafa viðskiptavinir eins og Adobe og Fender bæst í hópinn. Það sem gerir mig alltaf stoltasta er fólkið sem ég fæ að vinna með – bæði þetta ótrúlega Avo teymi, sem og forréttindin að fá að vinna náið á hverjum degi með mögnuðum viðskiptavinum okkar sem eru vörustjórar, forritarar og gagnasérfræðingar hjá framsæknustu stafrænu vörum heims.“ Netkosning hafin og Stefanía í topp tíu Á dögunum opnaði netkosning fyrir svokallað People’s Choice Awards, þar sem fólki gefst tækifæri á að kjósa sinn fulltrúa til verðlauna. Stefanía er ofarlega í kosningunni. „Þetta er auðvitað frábært tækifæri til að vekja athygli á nýsköpun á Íslandi. Hér er sannarlega af nógu að taka og spennandi að eiga möguleika á að vera fulltrúi Íslands í þessari kosningu.“ Hægt er að kjósa Stefaníu Bjarneyju hér.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30 Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Bein útsending: Setning Nýsköpunarvikunnar 2021 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar. 26. maí 2021 15:30
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 2. október 2020 15:32
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09