Í tilkynningu lögreglu kemur ekki fram hvar atvikin áttu sér stað.
Lögreglu var einnig tilkynnt um mann sem staðinn var að þjófnaði í verslun. Var málið afgreitt á staðnum. Þá voru afskipti höfð af manni og konu vegna brota á lyfjalögum og vörslu fíkniefna.
Afskipti voru einnig höfð af ölvuðu ungmenni sem var að reyna að komast inn á skólaball. Sýndi viðkomandi ógnandi hegðun í garð lögreglu og var færður á lögreglustöð þar sem hann dvaldi þar til hann var sóttur af foreldrum.
Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn af þeim var kærður fyrir brot á vopnalögum og fyrir vörslu fíkniefna.