Liggur í augum uppi að þeir eru sigurstranglegri Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 14:31 Óttar Bjarni Guðmundsson ætlar sér að koma þessum verðlaunagrip upp á Akranes á morgun. vísir/vilhelm Óttar Bjarni Guðmundsson er fyrirliði ÍA sem freistar þess að landa bikarmeistaratitli og sæti í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingi á Laugardalsvelli á morgun. Óttar Bjarni, sem er 31 árs og uppalinn Leiknismaður, kemur til með að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik á morgun. Hann var á varamannabekknum hjá Stjörnunni þegar liðið vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni fyrir þremur árum og þekkir því tilfinninguna að fagna bikarmeistaratitlinum. „Ég er bara gríðarlega spenntur og fullur eftirvæntingar. Þetta er búin að vera svolítið löng bið eftir þessum leik,“ segir Óttar Bjarni en ÍA spilaði síðast fyrir tveimur vikum, þegar liðið sló Keflavík út í undanúrslitum. Klippa: Viðtal við Óttar Bjarna fyrir bikarúrslitaleik Skagamenn björguðu sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með mögnuðum endaspretti þar sem þeir unnu síðustu þrjá leiki sína. Þeir enduðu hins vegar 27 stigum á eftir mótherja morgundagsins, Víkingum: „Þeir eru Íslandsmeistarar þannig að ég held að það liggi í augum uppi að þeir séu fyrir fram sigurstranglegri. En við ætlum að gefa þeim hörku-hörkuleik og leggja okkur hundrað prósent fram,“ sagði Óttar Bjarni á fjölmiðlafundi á Laugardalsvelli í vikunni. „Við fundum mjög góðan takt undir restina og vonandi kemur þessi meðbyr með okkur í leikinn. Við höfum fulla trú á því að við getum sigrað Víkinga þó svo að þeir séu Íslandsmeistarar. Við erum bjartsýnir á góð úrslit. Við þurfum að spila betur en þeir, gera það sama og í síðustu leikjum og hamra svolítið á þeim,“ sagði Óttar Bjarni. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01 Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
Óttar Bjarni, sem er 31 árs og uppalinn Leiknismaður, kemur til með að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik á morgun. Hann var á varamannabekknum hjá Stjörnunni þegar liðið vann Breiðablik í vítaspyrnukeppni fyrir þremur árum og þekkir því tilfinninguna að fagna bikarmeistaratitlinum. „Ég er bara gríðarlega spenntur og fullur eftirvæntingar. Þetta er búin að vera svolítið löng bið eftir þessum leik,“ segir Óttar Bjarni en ÍA spilaði síðast fyrir tveimur vikum, þegar liðið sló Keflavík út í undanúrslitum. Klippa: Viðtal við Óttar Bjarna fyrir bikarúrslitaleik Skagamenn björguðu sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni með mögnuðum endaspretti þar sem þeir unnu síðustu þrjá leiki sína. Þeir enduðu hins vegar 27 stigum á eftir mótherja morgundagsins, Víkingum: „Þeir eru Íslandsmeistarar þannig að ég held að það liggi í augum uppi að þeir séu fyrir fram sigurstranglegri. En við ætlum að gefa þeim hörku-hörkuleik og leggja okkur hundrað prósent fram,“ sagði Óttar Bjarni á fjölmiðlafundi á Laugardalsvelli í vikunni. „Við fundum mjög góðan takt undir restina og vonandi kemur þessi meðbyr með okkur í leikinn. Við höfum fulla trú á því að við getum sigrað Víkinga þó svo að þeir séu Íslandsmeistarar. Við erum bjartsýnir á góð úrslit. Við þurfum að spila betur en þeir, gera það sama og í síðustu leikjum og hamra svolítið á þeim,“ sagði Óttar Bjarni. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 15. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem upphitun hefst klukkan 14.15. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01 Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sjá meira
KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“ „Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta. 15. október 2021 11:01
Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. 14. október 2021 19:01