Ekki lengur hrópandinn í eyðimörkinni Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2021 10:00 Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður frá Alaska var lengi eins og hrópandinn í eyðimörkinni þegar hún reyndi að vekja athygli á ma´lefnum norðurslóða og loftslagsbreytingunum. Stöð 2/Egill Lisa Murkowski öldungardeildarþingmaður Republikana fyrir Alaska mætti áhugaleysi og jafnvel efasemdum um raunveruleika loftlagsbreytinganna innan flokksins þegar hún hóf að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Hún hefur sótt Hringborð norðurslóða frá upphafi og segir stöðuna hafa breyst mikið í dag. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum. Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi við Murkowski, David Balton nýskipaðan framkvæmdastjóra stýrihóps Hvíta Hússins í norðurslóðamálum og Ólaf Ragnar Grímsson formann Hrinigborðs norðurslóða, Arctic Circle á þingi þess í Hörpu um baráttuna gegn loftslagsbreytingunum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hleypti nýju lífi í stýrihópinn eftir að hann tók við völdum. Balton segir átján stofnanir og deildir bandarísku stjórnsýslunnar koma að málefnum norðurslóða. Honum sé ætlað að samhæfa störf allra þessarra aðila því Biden stjórnin hafi mikinn áhuga á málefnum norðuslóða og loftlagsbreytingunum. Frá vinstri: David Balton, Lisa Murkowski, Ólafur Ragnar Grímsson, Heimir Már Pétursson.Stöð 2/Egill Murkowski segir frá því í viðtalinu hvernig málflutningur hennar hafi verið afgreiddur sem pólitískt pot fyrir hennar ríki Alaska þegar hún reyndi fyrst að vekja athygli á málefnum norðurslóða á Bandaríkjaþingi. Þá hafi margir samflokksmanna hennar hreinlega ekki trúað að loftslagsbreytingarnar væru raunverulegar eða ekki viljað ræða þær því þá þyrftu þeir að viðurkenna vandann. Ólafur Ragnar lýsti mikilli ánægju með að stjórnvöld í Bandaríkjunum kæmu nú af miklum krafti að málaflokknum. Hann hælir Murkowski fyrir þolgæði hennar en hún hefur mætt á öll þing Hringborðs norðurslóða frá upphafi árið 2013 og einnig ráðstefnur samtakanna í öðrum löndum. Hann sagðist vænta mikils af störfum Baltons en hann hefur í fyrri störfum sínum einnig oft mætt á Hringborðið. Viðtal Heimis Más er mjög upplýsindi um hvað er að gerast í málefnum norðurslóða í Bandaríkjunum og samskiptum Bandaríkjamanna við umheiminn í þeim efnum.
Norðurslóðir Bandaríkin Ólafur Ragnar Grímsson Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir „Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20 Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35 Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
„Nú er síðasti séns, kæru vinir“ Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle, segir að skilaboðin frá Hringborðinu fyrir mikilvæga loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði séu skýr, nú sé síðasti séns til þess að grípa til alvarlegra aðgerða vegna loftslagsmála. 14. október 2021 20:20
Norðurslóðir án íss! Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. 14. október 2021 12:35
Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. 5. október 2021 19:41