Þrátt fyrir að mennirnir hafi ekki verið nafngreindir eru ýmsir heimildarmenn sem vilja meina að leikmennirnir séu þeir Bryan Gil og Heung-Min Son.
Samkvæmt sóttvarnarreglum á Englandi þurfa leikmennirnir að fara í tíu daga sóttkví. Þeir munu því ekki einungis missa af leiknum gegn Newcastle á morgun, heldur einnig gegn Vitesse Arnhem í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag, sem og Lundúnaslagnum gegn West Ham um næstu helgi.
🗞[@SkySports] | The two Tottenham Hotspur first-team players which have tested positive for #COVID19 will miss upcoming games against Newcastle United, SBV Vitesse and West Ham United.#THFC #COYS pic.twitter.com/73cN00uT3r
— Last Word On Spurs🎙 (@LastWordOnSpurs) October 15, 2021