Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 08:18 Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin Sjá meira