Eigandi kjallaraíbúðarinnar er Guðjón Máni Blöndal, 24 ára háskólanemi. Þrátt fyrir ungan aldur á hann í dag fjórar leiguíbúðir. Mánagatan var önnur íbúðin sem hann keypti og gerði upp en síðan hefur hann keypt tvær til viðbótar sem hann ætlar að setja í útleigu.
Hann segist ekki hafa verið handlaginn áður en hann fjárfesti í fasteignum.
„Youtube er búið að hjálpa mikið.“
Íbúðin á Mánagötu er 39,2 fermetrar og Guðjón vildi meðal annars skipta um gólfefni og allar innréttingar. Hann endaði þó á að gera mun meira en það, meðal annars skipta um lagnir.
„Þetta var aðeins meira mál en ég gerði ráð fyrir.“
Lokaútkomuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan.
Þættirnir Gulli byggir eru á dagskrá Stöðvar 2 alla sunnudaga.