Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. október 2021 20:30 Mgnús Norðdahl tekur að sér óhefðbundin mál á meðan hann býður niðurstöðu kjörbréfanefndar. vilhelm/aðsend Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. Eins og Vísir greindi frá hefur tónlistarmaðurinn og TikTok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, haldið ref sem gæludýri upp á síðkastið. Hann og refurinn, Gústi Jr., hafa vakið nokkra lukku á samfélagsmiðlareikningi Gústa. Matvælastofnun hefur reynt að stíga inn í leikinn og ná refnum af Ágústi en án árangurs. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur einnig skorað á Ágúst að afhenda refinn og koma honum í Húsdýragarðinn en það vill Ágúst ekki gera. Refurinn kominn með lögfræðiaðstoð Málið er nú komið svo langt að Ágúst hefur veitt lögmönnunum Magnúsi Davíð Norðdahl og Helga Þorsteinssyni Silva umboð til að gæta hagmuna sinna og refsins í málinu. Það er gert í gegn um Norðdahl lögmannsstofu, sem Magnús Davíð hefur átt og rekið frá árinu 2014. Hann hefur verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi og hefur kært endurtalninguna þar til kjörbréfanefndar alþingis. Í samtali við Vísi í kvöld sagðist Magnús kannast við mál refsins. „Já, þetta er komið á okkar borð, þó að annar starfsmaður á stofunni sé reyndar með þetta hjá sér," segir hann og á þá við Helga Þorsteinsson. Þannig kosningamálið á ekki hug þinn allan þessa dagana? „Nei, ég er búinn að leggja fram mína kæru og hugsa ekki meira um það mál í bili. Eins og hefur komið fram er endurkosning eina lausnin í mínum huga en ég er ekki að velta mér upp úr þessu alla daga. Nú er bara að bíða og sjá og á meðan bíður hin vinnan mín." Reykjavík Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Dýr Dýraheilbrigði Refurinn Gústi jr. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá hefur tónlistarmaðurinn og TikTok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, haldið ref sem gæludýri upp á síðkastið. Hann og refurinn, Gústi Jr., hafa vakið nokkra lukku á samfélagsmiðlareikningi Gústa. Matvælastofnun hefur reynt að stíga inn í leikinn og ná refnum af Ágústi en án árangurs. Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur einnig skorað á Ágúst að afhenda refinn og koma honum í Húsdýragarðinn en það vill Ágúst ekki gera. Refurinn kominn með lögfræðiaðstoð Málið er nú komið svo langt að Ágúst hefur veitt lögmönnunum Magnúsi Davíð Norðdahl og Helga Þorsteinssyni Silva umboð til að gæta hagmuna sinna og refsins í málinu. Það er gert í gegn um Norðdahl lögmannsstofu, sem Magnús Davíð hefur átt og rekið frá árinu 2014. Hann hefur verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi og hefur kært endurtalninguna þar til kjörbréfanefndar alþingis. Í samtali við Vísi í kvöld sagðist Magnús kannast við mál refsins. „Já, þetta er komið á okkar borð, þó að annar starfsmaður á stofunni sé reyndar með þetta hjá sér," segir hann og á þá við Helga Þorsteinsson. Þannig kosningamálið á ekki hug þinn allan þessa dagana? „Nei, ég er búinn að leggja fram mína kæru og hugsa ekki meira um það mál í bili. Eins og hefur komið fram er endurkosning eina lausnin í mínum huga en ég er ekki að velta mér upp úr þessu alla daga. Nú er bara að bíða og sjá og á meðan bíður hin vinnan mín."
Reykjavík Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Píratar Dýr Dýraheilbrigði Refurinn Gústi jr. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira