Það er nóg af stórum og mikilvægum leikjum framundan hjá United liðinu og sá fyrsti er á móti Atalanta í Meistaradeildinni á Old Trafford á miðvikudaginn. Um næstu helgi kemur Liverpool í heimsókn en eftir úrslitin í gær eru Manchester United menn nú lentir fimm stigum á eftir toppliði Chelsea.
"It's time to stick together."
— Manchester United (@ManUtd) October 16, 2021
Nemanja Matic spoke to #MUTV after today's game #MUFC | #LEIMUN pic.twitter.com/rjku9w7lsS
„Allir eru leiðir og allir er með höfuðið niðri eins og er,“ sagði serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic í viðtali á heimasíðu Manchester United.
„Núna er tíminn til að standa saman, skoða þennan leik vel en fara svo að hugsa um næsta leik sem er eftir aðeins þrjá eða fjóra daga á móti mjög góðu Atalanta liði,“ sagði Matic.
„Það verður mjög erfitt fyrir okkur. Við erum mjög vonsviknir en ég held að framtíðin muni sýna að við erum miklu betri en þetta,“ sagði Matic.
Nemanja Matic stressed the importance of unity after yesterday's defeat.#MUFC pic.twitter.com/i8Xl6lkSE4
— Manchester United (@ManUtd) October 17, 2021
„Næsti leikur er sá mikilvægasti og næsti leikur kemur alltaf með áskorun en um leið tækifæri til að sýna hvað þú getur. Við tökum ábyrgð á þessu, ætlum að stíga fram og sýna hvað við getum. Ég er viss um við getum sýnt að við erum góðir,“ sagði Matic.
Hann bað stuðningsmenn Manchester United jafnframt afsökunar.
„Við finnum til með þeim. Þeir styðja okkur, ekki síst á útivelli og þeir eru í toppklassa. Þeir eiga svo miklu betra skilið en þetta,“ sagði Matic.