Þurftu að flytja úr landi til þess að Már fengi fullnægjandi menntun Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 19. október 2021 07:01 Í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild er rætt við afreksíþróttamanninn og tónlistarmanninn Má Gunnarsson. Spjallið með Góðvild Afreksíþróttamaðurinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson fæddist með sjúkdóminn LCA sem veldur því að sjón hans fer hrakandi með árunum og er hann í dag með um það bil 0,5 prósent sjón. Hann segist þó alltaf hafa verið jákvæður að eðlisfari og hann lætur þær áskoranir sem fylgja blindunni ekki á sig fá. Sjón Más var um 7-8 prósent þegar hann fæddist árið 1999 og hefur hún farið minnkandi síðan. Hann segist þó ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hvað það þýddi að vera blindur þegar hann var barn. Hann ætlaði sér verða flugmaður eða rútubílstjóri þegar hann yrði stór en honum var bent á að það myndi ekki ganga upp. „Maður fæðist bara svona eins og aðrir. Ókei maður sér ekki eins og allir aðrir en mér leið ekkert illa með það og mér líður ekkert illa með það. Ég var bara að gera mitt og aðrir voru bara að gera sitt. Ég þurfti auðvitað að standa frammi fyrir skrilljón áskorunum sem sjáandi aðilar komust léttilega framhjá en það fór ekkert í taugarnar á mér. Ég þekkti ekkert annað og þekki ekkert annað,“ segir Már. Már var afar fjörugt barn og hljóp og klifraði út um allt. Það gat þó reynst honum meiri háskaleikur en börnum með heilbrigða sjón. „Einhvern tímann hljóp ég á tré og missti aðra framtönnina og hún sat bara eftir í trjábolnum. Svo hoppaði ég einhvern tímann á höfuðið á krakka á trampólíni og þá fór hin framtönnin. Það var alls konar svona í gangi. Ég reif upp á mér munninn einhvern tímann við það að klifra í tré og það brotnaði undan mér grein og ég datt niður. Svo handleggsbrotnaði ég á skautum.“ Þrátt fyrir hrakfallasögu Más segist hann alltaf hafa verið óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann segist hins vegar vera orðinn klárari í því að meta hvað hann eigi að gera og hvað ekki. Þegar Már byrjaði í grunnskóla árið 2006 segir hann foreldra sína hafa komist fljótlega að því að íslenskt skólakerfi væri ekki nógu vel undir það búið að taka á móti börnum með fatlanir. „Þetta var bara þannig að það var mjög indæl kona sem var með mér í skólanum og hún auðvitað gerði bara sitt besta miðað við sína þekkingu. En við fórum bara inn á bókasafn og hún sagði „Jæja Már, hvað á ég að lesa fyrir þig í dag?“. Þannig það var mjög nice fyrir mig að geta bara valið einhverja bók og fengið sögustund en auðvitað er það kannski ekki eitthvað sem við viljum þegar maður er að reyna læra eitthvað.“ Már segir þetta hafa verið það eina sem hafi staðið honum til boða í skólakerfinu. Það hafi ekki verið þekking til staðar til þess að kenna blindraletur eða kenna á þær tölvur og þau tól sem blindir þurfa á að halda til þess að læra. „Foreldrar mínir voru að berjast fyrir því hér á landi að stjórnvöld myndu gera eitthvað í þessu og ná í þekkingu og setja pening í þetta en það var ekki gert.“ Fjölskyldan ákvað því að leggja land undir fót til þess að Már gæti fengið fullnægjandi menntun. Þau fluttu til Lúxemborgar þar sem þeim hafði verið lofað að Már fengi að læra að lesa blindraletur, læra tölvutækni, ganga með blindrastaf og umfram allt verða sjálfstæður. „Þannig það má segja að við höfum flúið land þarna 2006 eftir tvo mánuði í skólanum, til Lúxemborgar þar sem ég fékk þá kennslu sem ég þurfti á að halda til þess að verða sjálfstæður.“ Fjölskyldan flutti heim eftir sex ára dvöl. Þá hafði Már lært að lesa blindraletur, skrifa og nota tölvur og var því tilbúinn að fara inn í íslenskt skólakerfi. Hann hóf nám í Njarðvíkurskóla þar sem hann segir starfsfólk hafa verið afar viljugt til þess að finna leiðir fyrir Má til að blómstra. „En ég held samt eins góðviljugt og fólk er, að ef grunnþekkingin sem ég fékk í Lúxemborg hefði ekki verið til staðar, þá hefðum við verið í vandræðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sjón Más var um 7-8 prósent þegar hann fæddist árið 1999 og hefur hún farið minnkandi síðan. Hann segist þó ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hvað það þýddi að vera blindur þegar hann var barn. Hann ætlaði sér verða flugmaður eða rútubílstjóri þegar hann yrði stór en honum var bent á að það myndi ekki ganga upp. „Maður fæðist bara svona eins og aðrir. Ókei maður sér ekki eins og allir aðrir en mér leið ekkert illa með það og mér líður ekkert illa með það. Ég var bara að gera mitt og aðrir voru bara að gera sitt. Ég þurfti auðvitað að standa frammi fyrir skrilljón áskorunum sem sjáandi aðilar komust léttilega framhjá en það fór ekkert í taugarnar á mér. Ég þekkti ekkert annað og þekki ekkert annað,“ segir Már. Már var afar fjörugt barn og hljóp og klifraði út um allt. Það gat þó reynst honum meiri háskaleikur en börnum með heilbrigða sjón. „Einhvern tímann hljóp ég á tré og missti aðra framtönnina og hún sat bara eftir í trjábolnum. Svo hoppaði ég einhvern tímann á höfuðið á krakka á trampólíni og þá fór hin framtönnin. Það var alls konar svona í gangi. Ég reif upp á mér munninn einhvern tímann við það að klifra í tré og það brotnaði undan mér grein og ég datt niður. Svo handleggsbrotnaði ég á skautum.“ Þrátt fyrir hrakfallasögu Más segist hann alltaf hafa verið óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann segist hins vegar vera orðinn klárari í því að meta hvað hann eigi að gera og hvað ekki. Þegar Már byrjaði í grunnskóla árið 2006 segir hann foreldra sína hafa komist fljótlega að því að íslenskt skólakerfi væri ekki nógu vel undir það búið að taka á móti börnum með fatlanir. „Þetta var bara þannig að það var mjög indæl kona sem var með mér í skólanum og hún auðvitað gerði bara sitt besta miðað við sína þekkingu. En við fórum bara inn á bókasafn og hún sagði „Jæja Már, hvað á ég að lesa fyrir þig í dag?“. Þannig það var mjög nice fyrir mig að geta bara valið einhverja bók og fengið sögustund en auðvitað er það kannski ekki eitthvað sem við viljum þegar maður er að reyna læra eitthvað.“ Már segir þetta hafa verið það eina sem hafi staðið honum til boða í skólakerfinu. Það hafi ekki verið þekking til staðar til þess að kenna blindraletur eða kenna á þær tölvur og þau tól sem blindir þurfa á að halda til þess að læra. „Foreldrar mínir voru að berjast fyrir því hér á landi að stjórnvöld myndu gera eitthvað í þessu og ná í þekkingu og setja pening í þetta en það var ekki gert.“ Fjölskyldan ákvað því að leggja land undir fót til þess að Már gæti fengið fullnægjandi menntun. Þau fluttu til Lúxemborgar þar sem þeim hafði verið lofað að Már fengi að læra að lesa blindraletur, læra tölvutækni, ganga með blindrastaf og umfram allt verða sjálfstæður. „Þannig það má segja að við höfum flúið land þarna 2006 eftir tvo mánuði í skólanum, til Lúxemborgar þar sem ég fékk þá kennslu sem ég þurfti á að halda til þess að verða sjálfstæður.“ Fjölskyldan flutti heim eftir sex ára dvöl. Þá hafði Már lært að lesa blindraletur, skrifa og nota tölvur og var því tilbúinn að fara inn í íslenskt skólakerfi. Hann hóf nám í Njarðvíkurskóla þar sem hann segir starfsfólk hafa verið afar viljugt til þess að finna leiðir fyrir Má til að blómstra. „En ég held samt eins góðviljugt og fólk er, að ef grunnþekkingin sem ég fékk í Lúxemborg hefði ekki verið til staðar, þá hefðum við verið í vandræðum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Má í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Ólympíumót fatlaðra Tengdar fréttir „Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30 Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00 Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Þetta var í raun púslið sem vantaði“ „Þetta hefur verið lærdómsríkt og alveg afskaplega gefandi,“ segir pilates-drottningin Helga Lind Björgvinsdóttir sem hefur undanfarið starfað sem stuðningsfulltrúi í skóla. 21. september 2021 21:30
Veitir fjölskyldum langveikra barna aðstoð í gegnum Hjálparlínu „Landspítalinn er bráðasjúkrahús. Þannig að sú þjónusta sem er í boði þar er að meginhlutanum til sniðin í kringum bráðveika. Það er kannski eitt af því sem hefur verið erfiðara fyrir þá sem eru langveikir því þeir hafa aðrar þarfir en þeir sem eru bráðveikir,“ segir Bára Sigurjónsdóttir. 7. september 2021 20:00
Ferðaðist um Ísland á mótorhjólinu fyrir heimildarmynd um sjaldgæfa sjúkdóma Í vikunni lauk tökum á heimildarmyndinni Einstakt ferðalag. Kvikmyndargerðarkonan Ágústa Fanney Snorradóttir er að vinna að myndinni og hafa tökur staðið yfir í allt sumar. 28. ágúst 2021 19:00