Innlent

Mönnun og fram­boð legu­rýma ræður mestu um þol­mörk Land­spítalans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stjórnendur Landspítalans skiluðu inn minnisblaði á föstudaginn.
Stjórnendur Landspítalans skiluðu inn minnisblaði á föstudaginn. Vísir/Vilhelm

Það sem mestu ræður um þolmörk Landspítalans eru mönnum og framboð legurýma. 20-40 sjúklingar bíða á hverjum degi eftir innlögn á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður. Landspítalinn varar við því að aðrir mögulegir smitsjúkdómafaraldrar geti valdið miklu álagi á spítalakerfið

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, forstjóra Landspítalans til heilbrigðisráðuneytisins þar sem farið yfir stöðuna á Landspítalanum með tilliti til álags vegna Covid-19 faraldursins.

Kallað hefur verið eftir því að öllum takmörkunum vegna faraldursins verði aflétt þegar gildandi takmarkanir renna út, síðar í vikunni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögum að næstu skrefum í sóttvörnum.

Þórólfur Guðnason, ólíkt því sem jafnan hefur verið, ekki til að gera eitthvað eitt, heldur setur fram þrjá möguleika, 1. að halda óbreyttu ástandi, 2. að slaka til í skrefum eða 3. að aflétta alveg. Þá hefur hann einnig sagt að takmarkanir þurfi að taka mið af getu Landspítalans.

Í minnisblaði Landspítalans, sem skilað var inn fyrir helgi og minnst var á hér í upphafi gerir forstjórinn grein fyrir stöðunni á spítalanum og leggur fram viðmið um getu spítalans.

Í minnisblaðinu segir að aðflæði að spítalanum sé með hefðbundnu móti og innlagnaþungi í réttu hlufalli. Allar bráðalegudeildir séu hins vegar nýttar um og yfir 100 prósent og „afar lítið svigrúm fyrir aukaálag“ eins og segir í minnisblaðinu.

„Talsverður fjöldi sjúklinga (20-40) bíður á degi hverjum innlagnar á bráðamóttöku við ófullnægjandi aðstæður, “segir í minnisblaðinu.

Aðrir mögulegir smitsjúkdómar geti valdið miklu álagi

Þar kemur fram að sex legurými séu frátekin fyrir Covid-sjúklinga á smitsjúkdímadeild. Þegar fjöldi sjúklinga fer yfir sex sé hægt að leggja sex inn á lungnadeild með því að flytja aðra sjúklinga þaðan. Þá þarf að rýma smitsjúkdómadeildina og útbúa pláss fyrir sautján sjúklinga þar.

Þá segir einnig að gjörgæsludeildin í Fossvogi getu tekið einn til tvo sjúklinga en verði þeir þrír þurfi að draga úr valkvæðum áhrifum, það sama gildi um gjörgæsluna á Hringbraut.

Segir einnig í minnisblaðinu að mögulegir faraldrar annarra smitsjúkdóma muni hafa áhrif á getu spítalans til að fylgja viðbragðsáætlunum sínum eftir. RS-veirufaraldur leggi mikið álag á barnaspítalann og gjörgæsludeildir og slæmur inflúensufaraldur valdi álagi á allt spítalakerfið.

Þá sé lykilatriði að sjúklingar sem lokið hafi meðferð geti útskrifast í önnur úrræði og að allar heilbrigðisstofnanir, sérstaklega hjúkrunarheimili, séu í stakk búnar til að sinna sjúklingum með Covid-19 sem þarfnist ekki sérhæfðrar meðferðar.


Tengdar fréttir

Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins

Vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins og frá­farandi ráð­herra segir tíma­bært að af­létta þeim tak­mörkunum sem lands­menn hafa þurft að sæta síðast­liðið eitt og hálft ár vegna Co­vid. Sótt­varna­læknir segist senni­lega munu skila minnis­blaði til ráð­herra á mánu­dag.

Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt

Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×