Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 15:53 Najib Mikati forsætisráðherra Líbanon segist ekki ætla að skipta sér af rannsókn á sprengingunni í Beirút fyrr en samkomulag hafi náðst við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka vegna verstu kreppu síðari tíma. EPA-EFE/NABIL MOUNZER Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Erfitt ástand hefur ríkt í Líbanon undanfarin misseri bæði vegna fjármálakreppunnar, sem Alþjóðabankinn segir þá verstu í nútímasögunni, og vegna stjórnmálakreppunnar sem ríkt hefur. Bráðabirðgastjórn hafði verið við stjórnvölinn í meira en ár og stjórnmálakreppa ríkt þar til Mikati tókst að mynda ríkisstjórn með hjálp Michels Aoun forseta. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði og rúm 70 prósent þjóðarinnar sögð búa við fátækt. Þá hefur mikill vöruskortur leikið landið grátt og eldsneytisskortur og lyfjaskortur gert landsmönnum lífið leitt. Mikati hefur frá upphafi forsætisráðherratíðar sinnar lofað því að halda þingkosningar á réttum tíma, sem alþjóðasamfélagið hefur hvatt til. Ríkisstjórn hans berst nú við að komast að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka. Þá hefur rannsókn á sprengingunni sem varð í Beirút í fyrra gert ríkisstjórninni erfitt fyrir. Miklar deilur hafa skapast vegna rannsóknarinnar en hún hefur verið stöðvuð nokkrum sinnum vegna kvartana fyrrverandi ráðherra og háttsettra stjórnmálamanna, sem hafa verið skaðir um að hafa hundsað viðvörunarbjöllur um vöruhúsið, sem sprakk, ítrekað. Stjórnmálamenn úr sömu flokkum og þeir sem hafa verið til rannsóknar hafa þá krafið ríkisstjórnina um að skipta Tarek Bitar, dómara og aðalrannsóknarmanninum, út fyrir annan. Síðan þær kröfur voru settar fram hefur Mikati tilkynnt að ríkisstjórnin muni ekki funda um málið fyrr en hún hafi komist að samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunarpakka.
Líbanon Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Sprenging í Beirút Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira