Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“ Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. október 2021 16:31 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir alla skynsemi farna þegar komi að takmörkunum. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum. Tilkynnt var um afléttingar í aðgerðum innanlands í morgun. Grímuskyldu verður aflétt innanlands á miðnætti, skemmtistaðir mega hafa opið til klukkan tvö að nóttu til og tvö þúsund manns koma saman. Eftir fjórar vikur verður öllum takmörkunum aflétt. Ekkert er þó að frétta af breytingum á landamærum. Ráðherrar hafa vísað til þess að núverandi aðgerðir á landamærum gilda til 6. nóvember. Ferðamenn þurfa að framvísa vottorði um innan við 72 klukkustunda gamalt neikvætt Covid-próf við komuna til Íslands. Íslendingum dugar að fara í sýnatöku við komuna til landsins. Hvert vígið falli en ekki hér „Ég held að okkur öllum fallist hendur yfir þessu öllu saman. Af því að reglunum var breytt fyrir íslenska ríkisborgara um daginn er eins og landamærin skipti engu máli lengur en það er stórmál fyrir erlenda ferðamenn að ferðast til Íslands þessa dagana. Á sama tíma er allt að opnast í Evrópu, þar er hvert vígið að falla og við erum með næstum því ströngustu reglurnar í Evrópu. Ég held að væntingar okkar í fluginu og maður heyrir það svo sem úr ferðaþjónustunni, að þegar það yrðu einhverjar alvöru tilslakanir kynntar yrði þetta tekið með í reikninginn. Það er alveg ótrúlegt að það er ekki minnst einu orði á þetta,“ segir Birgir. Landamæratakmarkanir frá 1. október til 6. nóvember Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að farþegum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Hans sýn er skýr. „Ég held bara að það eigi að opna landið fyrir fullbólusettum ferðamönnum, alveg sama hvort það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn bara eins og öll önnur lönd sem við berum okkur saman við. Við erum greinilega mjög góð í að bera okkur saman við Norðurlöndin og önnur lönd þegar okkur hentar en eins og í þessu tilfelli þegar það einhvern veginn eru einhverjir pólitískir hagsmunir á bak við þá erum við allt í einu að fara eigin leið.“ Nennir ekki endurtekið í próf fyrir helgarferð Hann horfir til Danmerkur og Noregs, landa sem Ísland beri sig reglulega saman við, hvar landamærin séu opin ef fólk er bólusett við Covid-19. „Það er það sem við viljum því það er vesen fyrir erlenda ferðamenn sem vilja koma í stutta ferð til Íslands að þurfa að fara í próf áður en það kemur til Íslands. Ef þú ætlar að koma í þriggja, fjögurra daga ferð nennirðu ekkert að standa í þessu. Það fylgir þessu kostnaður og fyrirhöfn og fólk fer bara eitthvað annað. Þannig að þetta er í raun stórmál fyrir þjóðarbúið.“ Margt myndi breytast í ferðaþjónustunni við þessa breytingu. „Tvímælalaust, við erum að sjá það og við sjáum það bara á Íslendingum, það eru allir í útlöndum núna og þetta er auðvitað bara eins í löndunum í kring um okkur. Fólk er bara að horfa á hvert það geti farið og unnið upp þetta covid-messufall.“ Fólk sleppi því að fara í stutta helgarferð til Íslands ef það getur farið annað með minni tilkostnaði. Stórmál og mjög skaðlegt „Þetta skekkir samkeppnisstöðu okkar gríðarlega mikið. Þessar reglur eru auðvitað bara random.“ Allt aðrar reglur gildi um Íslending sem flugfarþega en Dana sem kemur frá Kaupmannahöfn. „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun. Það á bara að vera að láta undan einhverjum pólitískum þrýstingi og svo er þetta bara gleymt. En þetta er enn þá stórmál og er mjög skaðlegt.“ Birgir segir þessar reglur flækja lífið fyrir afgreiðsluaðila og starfsfólk út um alla Evrópu. Fólk sjái enga lógík í þessu. En á þeim fyrirspurnum sem félagið fái séu erlendir ferðamenn mikið að spyrja. Þau skilji ekki reglurnar. Íslendingar ekki spenntir fyrir Englandi „Það er engin lógík í því að Íslendingur geti labbað bara beint í gegn en Norðurlandabúi þurfi að fara í gegn um eitthvað allt annað ferli. Á meðan Íslendingur getur bara farið til Kaupmannahafnar og engin próf þar.“ Samstaðan með sóttvarnaaðgerðum, sem snúist um random hluti og lausa við almenna skynsemi, felli niður. Regluverkið sem eftir standi skilji enginn og sé stórskaðlegt. Öll lönd í Evrópu séu opin fyrir bólusetta. Íslendingar finni það sjálfir á sínum eigin ferðalögum. „Það er auðvitað land eins og England sem er með svona próf. Fólk er meira að fara í helgarferðir til Kaupmannahafnar en London út af því að það er eitthvað ferli þar.“ Þetta megi heimfæra yfir á ferðamenn sem komi til Íslands. Það dragi úr þeim kjarkinn. Gríman af og drukkið Diet Coke Athygli vakti að nokkur flugfélög á Norðurlöndum afléttu grímuskyldu um borð í flugvélum á ákveðnum styttri leiðum milli landanna. „Ég held við séum hægt og rólega að sjá þessar aðgerðir allar molna niður, á milli þessara landa í Evrópu sem eru komin á ákveðinn stað í þessum faraldri. Þetta er hægt í Skandinavíu af því það er ákveðið regluverk þar. Við erum að vinna eftir öðrum alþjóðareglum. Við gætum ekki gert þetta strax en ég held að það sé ekki langt að bíða að þetta hverfi.“ Hann nefnir dæmi um hvernig málum sé háttað í háloftunum, eins og í leikhúsinu og bíó. „Það vita allir sem hafa ferðast í flugvél upp á síðkastið að þú þarft að vera með grímur allan tímann en um leið og þú neytir veitinga máttu allt í einu taka hana niður. Þegar skynsemin er farin úr þessu. Bráðsmitandi einstaklingur þarf að vera með grímu svo framarlega sem hann sé ekki að drekka Diet Coke.“ Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir „Covid er ekki búið” Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. 19. október 2021 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Tilkynnt var um afléttingar í aðgerðum innanlands í morgun. Grímuskyldu verður aflétt innanlands á miðnætti, skemmtistaðir mega hafa opið til klukkan tvö að nóttu til og tvö þúsund manns koma saman. Eftir fjórar vikur verður öllum takmörkunum aflétt. Ekkert er þó að frétta af breytingum á landamærum. Ráðherrar hafa vísað til þess að núverandi aðgerðir á landamærum gilda til 6. nóvember. Ferðamenn þurfa að framvísa vottorði um innan við 72 klukkustunda gamalt neikvætt Covid-próf við komuna til Íslands. Íslendingum dugar að fara í sýnatöku við komuna til landsins. Hvert vígið falli en ekki hér „Ég held að okkur öllum fallist hendur yfir þessu öllu saman. Af því að reglunum var breytt fyrir íslenska ríkisborgara um daginn er eins og landamærin skipti engu máli lengur en það er stórmál fyrir erlenda ferðamenn að ferðast til Íslands þessa dagana. Á sama tíma er allt að opnast í Evrópu, þar er hvert vígið að falla og við erum með næstum því ströngustu reglurnar í Evrópu. Ég held að væntingar okkar í fluginu og maður heyrir það svo sem úr ferðaþjónustunni, að þegar það yrðu einhverjar alvöru tilslakanir kynntar yrði þetta tekið með í reikninginn. Það er alveg ótrúlegt að það er ekki minnst einu orði á þetta,“ segir Birgir. Landamæratakmarkanir frá 1. október til 6. nóvember Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að farþegum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is. Hans sýn er skýr. „Ég held bara að það eigi að opna landið fyrir fullbólusettum ferðamönnum, alveg sama hvort það eru Íslendingar eða erlendir ferðamenn bara eins og öll önnur lönd sem við berum okkur saman við. Við erum greinilega mjög góð í að bera okkur saman við Norðurlöndin og önnur lönd þegar okkur hentar en eins og í þessu tilfelli þegar það einhvern veginn eru einhverjir pólitískir hagsmunir á bak við þá erum við allt í einu að fara eigin leið.“ Nennir ekki endurtekið í próf fyrir helgarferð Hann horfir til Danmerkur og Noregs, landa sem Ísland beri sig reglulega saman við, hvar landamærin séu opin ef fólk er bólusett við Covid-19. „Það er það sem við viljum því það er vesen fyrir erlenda ferðamenn sem vilja koma í stutta ferð til Íslands að þurfa að fara í próf áður en það kemur til Íslands. Ef þú ætlar að koma í þriggja, fjögurra daga ferð nennirðu ekkert að standa í þessu. Það fylgir þessu kostnaður og fyrirhöfn og fólk fer bara eitthvað annað. Þannig að þetta er í raun stórmál fyrir þjóðarbúið.“ Margt myndi breytast í ferðaþjónustunni við þessa breytingu. „Tvímælalaust, við erum að sjá það og við sjáum það bara á Íslendingum, það eru allir í útlöndum núna og þetta er auðvitað bara eins í löndunum í kring um okkur. Fólk er bara að horfa á hvert það geti farið og unnið upp þetta covid-messufall.“ Fólk sleppi því að fara í stutta helgarferð til Íslands ef það getur farið annað með minni tilkostnaði. Stórmál og mjög skaðlegt „Þetta skekkir samkeppnisstöðu okkar gríðarlega mikið. Þessar reglur eru auðvitað bara random.“ Allt aðrar reglur gildi um Íslending sem flugfarþega en Dana sem kemur frá Kaupmannahöfn. „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun. Það á bara að vera að láta undan einhverjum pólitískum þrýstingi og svo er þetta bara gleymt. En þetta er enn þá stórmál og er mjög skaðlegt.“ Birgir segir þessar reglur flækja lífið fyrir afgreiðsluaðila og starfsfólk út um alla Evrópu. Fólk sjái enga lógík í þessu. En á þeim fyrirspurnum sem félagið fái séu erlendir ferðamenn mikið að spyrja. Þau skilji ekki reglurnar. Íslendingar ekki spenntir fyrir Englandi „Það er engin lógík í því að Íslendingur geti labbað bara beint í gegn en Norðurlandabúi þurfi að fara í gegn um eitthvað allt annað ferli. Á meðan Íslendingur getur bara farið til Kaupmannahafnar og engin próf þar.“ Samstaðan með sóttvarnaaðgerðum, sem snúist um random hluti og lausa við almenna skynsemi, felli niður. Regluverkið sem eftir standi skilji enginn og sé stórskaðlegt. Öll lönd í Evrópu séu opin fyrir bólusetta. Íslendingar finni það sjálfir á sínum eigin ferðalögum. „Það er auðvitað land eins og England sem er með svona próf. Fólk er meira að fara í helgarferðir til Kaupmannahafnar en London út af því að það er eitthvað ferli þar.“ Þetta megi heimfæra yfir á ferðamenn sem komi til Íslands. Það dragi úr þeim kjarkinn. Gríman af og drukkið Diet Coke Athygli vakti að nokkur flugfélög á Norðurlöndum afléttu grímuskyldu um borð í flugvélum á ákveðnum styttri leiðum milli landanna. „Ég held við séum hægt og rólega að sjá þessar aðgerðir allar molna niður, á milli þessara landa í Evrópu sem eru komin á ákveðinn stað í þessum faraldri. Þetta er hægt í Skandinavíu af því það er ákveðið regluverk þar. Við erum að vinna eftir öðrum alþjóðareglum. Við gætum ekki gert þetta strax en ég held að það sé ekki langt að bíða að þetta hverfi.“ Hann nefnir dæmi um hvernig málum sé háttað í háloftunum, eins og í leikhúsinu og bíó. „Það vita allir sem hafa ferðast í flugvél upp á síðkastið að þú þarft að vera með grímur allan tímann en um leið og þú neytir veitinga máttu allt í einu taka hana niður. Þegar skynsemin er farin úr þessu. Bráðsmitandi einstaklingur þarf að vera með grímu svo framarlega sem hann sé ekki að drekka Diet Coke.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Landamæratakmarkanir frá 1. október til 6. nóvember Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki lengur að sýna vottorð um neikvætt Covid próf á landamærunum en sæta sýnatöku við komuna til landsins, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki. Óbólusettir farþegar þurfa sem fyrr að sýnatöku lokinni að sæta fimm daga sóttkví og fara í PCR próf við lok sóttkvíar. Bólusettir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að framvísa vottorði um neikvætt Covid próf sem er ekki eldra en 72 klukkustunda í stað sýnatöku við komuna til landsins. Séu þeir óbólusettir þurfa þeir að auki að sæta tvöfaldri sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Áfram gilda sömu reglur um bólusetta og um þá sem hafa vottorð um fyrri sýkingu. Börn fædd 2005 eða síðar og tengifarþegar sem ekki fara út fyrir landamærastöð sæta engum takmörkunum vegna sóttvarna á landamærum. Minnt er á að farþegum er skylt að forskrá sig fyrir komuna til landsins á vefnum Covid.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir „Covid er ekki búið” Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. 19. október 2021 12:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Covid er ekki búið” Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. 19. október 2021 12:00