„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 21:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Guðmundur Gunnarsson kalla eftir því að blásið verði til nýrra kosninga í kjölfar fregna dagsins. Vísir/Egill Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Lögreglan hefur gefið út sektir á meðlimi kjörstjórnarinnar í Norðvesturkjördæmi sem segjast ekki ætla að borga sektirnar. Þá hefur lögreglan jafnframt skilað svörum við fyrirspurnum undirbúningskjörbréfanefndar um rannsókn á upptökum af hótelinu. Í svörum lögreglunnar kemur meðal annars fram að starfsfólk hafi farið um talningasalinn þegar yfirkjörstjórn var ekki viðstödd og að ekki sé hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin. „Já, lögreglustjórinn á Vesturlandi gefur það út að yfirkjörstjórn hefur gerst brotleg við kosningalög og það staðfestir kæruefni mitt og okkar Guðmundar. Þetta eru mikil tíðindi vegna þess að það yrði líka óheppilegt ef kjörbréfanefnd Alþingis og Alþingi sjálft myndi staðfesta kjörbréf byggð á ólögmætri niðurstöðu,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi í kosningum fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi þingkona, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telji vænlegast að blása til nýrra kosninga. „Það yrði hreinlegasta niðurstaðan að fara í uppkosningu enda leyfa kosningalögin það en nú er bara að sjá hvaða ákvörðun undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa tekur.“ Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar tekur undir þetta, en bæði hann og Rósa Björk hafa kært endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Hann segist hafa mestar áhyggjur af því að í öllu havaríinu hafi fólk misst sjónar á því mikilvægasta í þessu máli. „Mér finnst dálítið merkilegt að heyra hvernig hver á fætur öðrum neitar að ná taki á þessari heitu kartöflu. Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af, og við megum ekki missa sjónar á því hvað er aðalatriðið í þessu máli, við erum að reyna að leita að réttlætinu,“ segir Guðmundur. „Við eigum að leiða það rétta fram, ekki það sem er þægilegt eða það sem hentar flokkslínum best. Það sem ég heyri á mörgum Alþingismönnum og málsmetandi fólki, að menn eru að reyna að tala sig niður á þá niðurstöðu.“ Ljóst sé eftir tíðindi dagsins að ekki megi láta við sitja í málinu eins og það stendur núna. „Það er alveg ljóst eftir tíðindi dagsins að þetta sem við erum með í höndunum núna, það er engin leið að við getum hleypt þessu í gegn á þennan hátt, eins og kjörbréfin hafa verið gefin út. Þá erum við að opna eitthvað pandorubox sem við áttum okkur ekki einu sinni á hvernig mun í raun enda og hvernig það mun skella framan í andlitin á okkur,“ segir Guðmundur. „Við verðum að leiða það rétta fram, þetta snýst um réttlæti ekki þægindi og ég kalla eftir þingmönnum og ég kalla eftir því frá Alþingi að sýna dug og hugrekki til þess að leiða það rétta fram.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lögreglan hefur gefið út sektir á meðlimi kjörstjórnarinnar í Norðvesturkjördæmi sem segjast ekki ætla að borga sektirnar. Þá hefur lögreglan jafnframt skilað svörum við fyrirspurnum undirbúningskjörbréfanefndar um rannsókn á upptökum af hótelinu. Í svörum lögreglunnar kemur meðal annars fram að starfsfólk hafi farið um talningasalinn þegar yfirkjörstjórn var ekki viðstödd og að ekki sé hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin. „Já, lögreglustjórinn á Vesturlandi gefur það út að yfirkjörstjórn hefur gerst brotleg við kosningalög og það staðfestir kæruefni mitt og okkar Guðmundar. Þetta eru mikil tíðindi vegna þess að það yrði líka óheppilegt ef kjörbréfanefnd Alþingis og Alþingi sjálft myndi staðfesta kjörbréf byggð á ólögmætri niðurstöðu,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi í kosningum fyrir Samfylkinguna og fyrrverandi þingkona, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telji vænlegast að blása til nýrra kosninga. „Það yrði hreinlegasta niðurstaðan að fara í uppkosningu enda leyfa kosningalögin það en nú er bara að sjá hvaða ákvörðun undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa tekur.“ Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar tekur undir þetta, en bæði hann og Rósa Björk hafa kært endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Hann segist hafa mestar áhyggjur af því að í öllu havaríinu hafi fólk misst sjónar á því mikilvægasta í þessu máli. „Mér finnst dálítið merkilegt að heyra hvernig hver á fætur öðrum neitar að ná taki á þessari heitu kartöflu. Það sem ég hef hins vegar áhyggjur af, og við megum ekki missa sjónar á því hvað er aðalatriðið í þessu máli, við erum að reyna að leita að réttlætinu,“ segir Guðmundur. „Við eigum að leiða það rétta fram, ekki það sem er þægilegt eða það sem hentar flokkslínum best. Það sem ég heyri á mörgum Alþingismönnum og málsmetandi fólki, að menn eru að reyna að tala sig niður á þá niðurstöðu.“ Ljóst sé eftir tíðindi dagsins að ekki megi láta við sitja í málinu eins og það stendur núna. „Það er alveg ljóst eftir tíðindi dagsins að þetta sem við erum með í höndunum núna, það er engin leið að við getum hleypt þessu í gegn á þennan hátt, eins og kjörbréfin hafa verið gefin út. Þá erum við að opna eitthvað pandorubox sem við áttum okkur ekki einu sinni á hvernig mun í raun enda og hvernig það mun skella framan í andlitin á okkur,“ segir Guðmundur. „Við verðum að leiða það rétta fram, þetta snýst um réttlæti ekki þægindi og ég kalla eftir þingmönnum og ég kalla eftir því frá Alþingi að sýna dug og hugrekki til þess að leiða það rétta fram.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01 Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28 Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. 20. október 2021 12:01
Segja öryggismyndavélar sýna fólk ganga inn og út úr salnum Kjarninn hefur greint frá því að á öryggismyndavélum við tvo innganga í sal þar sem óinnsigluð kjörgögn voru geymd í Norðuvesturkjördæmi sjáist fólk ganga inn og út á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. 20. október 2021 10:28
Lögregla telur yfirkjörstjórn hafa brotið kosningalög Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar framkvæmd atkvæðatalningar í kjördæminu með sekt. 20. október 2021 10:22