Sara náði markmiði sínu að ná að vera með hundrað sentimetra rass Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var komin í hlutverk fyrirsætunnar í London. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir bara hlutina eins og þeir eru. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í nýjasta þættinum af netþáttaröð hennar „Road to Recovery“ sem var frumsýndur í gær. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira