Steve Bruce þurfti að taka pokann sinn í gær sem var óumflýjanlegt eftir mjög dapra byrjun á tímabilinu.
Nýju eigendurnir gáfu honum einn leik og aðeins þrettán daga en eftir tapið á móti Tottenham um síðustu helgi var nokkuð ljóst að Bruce hafði stýrt sínum síðasta leik.
En hver verður eftirmaður hans? Graeme Jones mun taka tímabundið við sem stjóri liðsns en á meðan leita eigendurnir af næsta stjóra sem er ætlað að koma Newcastle í baráttuna um titla.
Í þættinum Soccer Special var umræða um það hver sér rétti maðurinn í starfið. Það má sjá þessa umræðu hér fyrir neðan.
"The only manager that could throw a team together in January is Mourinho."
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 21, 2021
"I think Steven Gerrard."
The Soccer Special panel discuss who should become the next #NUFC manager pic.twitter.com/jZFCLfgQwh
„Eini knattspyrnustjórinn sem gæti hent saman frambærilegu liði í janúar er Mourinho. Ef þú gæfir honum átta toppleikmenn, sem er líklega það sem Newcastle þarf á að halda, þá gæti hann komið liðinu saman og upp í miðja töflu. Á næsta tímabili gæti hann kannski komið þeim upp í sjötta sæti,“ sagði Danny Mills.
„Ég held að það ætti að vera Steven Gerrard. Rangers stuðningsfólk, ekki öskra á mig. Starfið sem hann hefur unnið hjá Rangers en spurningin er hvort hann hafi áhuga á að taka við því,“ sagði Clinton Morrison.
Það hafa verið fleiri þekktir stjórar orðaðir við starfið eins og Antonio Conte, Roberto Mancini, Frank Lampard og Zinedine Zidane. Paulo Fonseca þykir hins vegar sá líklegasti ef marka má fréttir frá Englandi.