„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2021 16:46 Alexandra Jóhannsdóttir spyrnir boltanum í leiknum við Holland í síðasta mánuði. vísir/Hulda Margrét „Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld. Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50
„Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð