Létu sig hverfa án þess að borga reikninginn en skildu tösku eftir í bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 06:55 Verkefni lögreglu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt en fyrsta verkefnið á vaktinni voru afskipti sem hafa þurfti af manni á heimili hans í Vesturbænum þar sem fíkniefni voru handlögð. Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Skömmu síðar voru tveir ungir menn handteknir í miðborginni vegna gruns um að þeir væru að selja fíkniefni. Voru þeir vistaðir í fangageymslu en látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Um kvöldmatarleytið var maður handtekinn í póstnúmerinu 105, þar sem ítrekað hafði verið tilkynnt um hann vegna þess hversu ölvaður hann var. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands. Þá var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjóli í miðborginni rétt fyrir klukkan 21. Hjólið hafði verið læst við hjólagrind en þjófurinn gerði sér lítið fyrir og tók bæði hjól og hjólagrind. Hjólagrindin fannst skömmu síðar en engar fregnir fara af hjólinu. Eftir miðnætti var tilkynnt um reiðhjólaslys en vitni sagði mann hafa komið á mikilli ferð niður Bankastrætið, yfir Lækjargötu og síðan ekið á steinstólpa við Lækjartorg. Maðurinn var með áverka í andliti og var fluttur á Landspítala með sjúkrabifreið. Í Hafnarfirði var tilkynnt um slagsmál eða líkamsárás við fjölbýlishús. Þar hafði íbúi afskipti af manni eftir rúðubrot en þau enduðu í átökum. Áverkar voru minniháttar. Í Hafnarfirði voru einnig afskipti höfð af manni á heimili hans vegna vörslu fíkniefna. Lögreglumenn frá stöð 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, sinntu útkalli vegna pars sem hljóp frá leigubifreið án þess að greiða reikning sinn. Ekki vildi betur til en svo að konan skildi tösku eftir í bílnum og þá eru upplýsingar til um manninn, sem verður kærður fyrir greiðslusvik.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira