Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir hlaut Míuverðlaunin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 09:45 Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir og Auður Gunnur hönnuður Míuverðlaungripsins. Rakel Ósk Sigurðardóttir Míuverðlaunin voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn í Cava salnum. 42 heilbrigðisstarfsmenn sem vinna með langveikum börnum voru heiðraðir á viðburðinum. „Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Birna Ríkey Stefánsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Brynja Kristín Þórarinsdóttir, Cheila Vanessa S. Santos, Dagbjört Eriksdóttir, Davíð Ottó Arnar, Elísabet Ósk Ögmundsdóttir, Erla Ösp Heiðarsdóttir, Gerða Friðriksdóttir, Guðný Hannesdóttir, Guðrún Ágústa Brandsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson, Helga Jónasdóttir, Kristján Hauksson, Ingólfur Rögnvaldsson, Jón Kristinsson, Rannveig Traustadóttir, Rósa Guðsteinsdóttir, Sigrún María Guðlaugsdóttir, Sigurður Sverrir Stephensen, Þórður Þórkelsson og Valtýr Stefánsson Thors. Með þeim eru Þórunn Eva G. Pálsdóttir og Fríða Björk Arnardóttir sem standa að baki verðlaununum. Rakel Ósk Sigurðardóttir 42 heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir og var yndislegt að sjá hversu mikið þakklæti lá í loftinu. Gunnlaugur Sigfússon, barnahjartalæknir á Barnaspítala Hringsins, hlaut svo Míuverðlaunin að þessu sinni. Ásmundur Einar Daðason afhenti Gunnlaugi Sigfússyni Míuverðlaunin.Rakel Ósk Sigurðardóttir Ásmundur Einar Daðason barna- og Félagsmálaráðherra afhenti honum Míuverðlaunin ásamt Auði Gunni listakonu hjá AG keramik sem hannaði verðlaunagripinn. Keramikvasann prýðir fallegan texta úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. „Það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur.“ „Það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“ er skrifað á vasann. Rakel Ósk Sigurðardóttir Í ræðu um Gunnlaug, sem oftast er kallaður Gulli, kom fram að hann byrjaði upphaflega í sagnfræði í Háskóla Íslands en skipti yfir í læknisfræði eftir eitt ár. Hann var kandídat á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í eitt ár og vann síðan rúmt ár á Landspítalanum áður en hann hélt út í nám. Gulli var í sjö ár í Bandaríkjunum í námi, fyrst barnalækningar og síðan barnahjartalæknisfræði og fósturhjartalæknisfræði. Hann hóf svo störf á Barnaspítala Hringsins árið 1997 og starfaði þar ásamt því að reka eigin stofu. Hann starfaði einnig á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann starfar á Barnaspítala Hringsins í dag og er einnig með stofu á Domus Medica. Gulli ætlaði upprunalega að verða sagnfræðingur. Rakel Ósk Sigurðardóttir Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær Lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir kom svo inn í verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. Þau voru afhent í fyrsta skipti í apríl á þessu ári eins og fjallað var um hér á Vísi. Sylvía Friðjónsdóttir var veislustjóri og kynnir kvöldsins.Rakel Ósk Sigurðardóttir Innsti kjarni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir langveikum börnum mætti á viðburðinn í gær. Hópurinn sinnir þessum börnum af einskærri alúð og gefa þau öll sem eitt allt hjarta sitt til starfsins eins og fram kom í ræðum kvöldsins. Það var einstakt andrúmsloft í Cava salnum í gær þegar einstaklingar sem starfa með langveikum börnum voru heiðraðir. Rakel Ósk Sigurðardóttir Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Samkvæmislífið Tengdar fréttir „Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38 Upplifir langveika syni sína öruggari í þjóðfélaginu núna Þórunn Eva er móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. Hún upplifir öryggi nú þegar allt þjóðfélagið passar vel upp á hreinlæti og handþvott. 2. apríl 2020 11:28 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera „bara vinnan sín“ getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfsstétt sem er, hvar á landinu sem er,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Birna Ríkey Stefánsdóttir, Björg Kristjánsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Brynja Kristín Þórarinsdóttir, Cheila Vanessa S. Santos, Dagbjört Eriksdóttir, Davíð Ottó Arnar, Elísabet Ósk Ögmundsdóttir, Erla Ösp Heiðarsdóttir, Gerða Friðriksdóttir, Guðný Hannesdóttir, Guðrún Ágústa Brandsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Þórðardóttir, Gunnlaugur Sigfússon, Gylfi Óskarsson, Helga Jónasdóttir, Kristján Hauksson, Ingólfur Rögnvaldsson, Jón Kristinsson, Rannveig Traustadóttir, Rósa Guðsteinsdóttir, Sigrún María Guðlaugsdóttir, Sigurður Sverrir Stephensen, Þórður Þórkelsson og Valtýr Stefánsson Thors. Með þeim eru Þórunn Eva G. Pálsdóttir og Fríða Björk Arnardóttir sem standa að baki verðlaununum. Rakel Ósk Sigurðardóttir 42 heilbrigðisstarfsmenn voru heiðraðir og var yndislegt að sjá hversu mikið þakklæti lá í loftinu. Gunnlaugur Sigfússon, barnahjartalæknir á Barnaspítala Hringsins, hlaut svo Míuverðlaunin að þessu sinni. Ásmundur Einar Daðason afhenti Gunnlaugi Sigfússyni Míuverðlaunin.Rakel Ósk Sigurðardóttir Ásmundur Einar Daðason barna- og Félagsmálaráðherra afhenti honum Míuverðlaunin ásamt Auði Gunni listakonu hjá AG keramik sem hannaði verðlaunagripinn. Keramikvasann prýðir fallegan texta úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. „Það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur.“ „Það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“ er skrifað á vasann. Rakel Ósk Sigurðardóttir Í ræðu um Gunnlaug, sem oftast er kallaður Gulli, kom fram að hann byrjaði upphaflega í sagnfræði í Háskóla Íslands en skipti yfir í læknisfræði eftir eitt ár. Hann var kandídat á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í eitt ár og vann síðan rúmt ár á Landspítalanum áður en hann hélt út í nám. Gulli var í sjö ár í Bandaríkjunum í námi, fyrst barnalækningar og síðan barnahjartalæknisfræði og fósturhjartalæknisfræði. Hann hóf svo störf á Barnaspítala Hringsins árið 1997 og starfaði þar ásamt því að reka eigin stofu. Hann starfaði einnig á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Hann starfar á Barnaspítala Hringsins í dag og er einnig með stofu á Domus Medica. Gulli ætlaði upprunalega að verða sagnfræðingur. Rakel Ósk Sigurðardóttir Míuverðlaunin eru hluti af félagi sem ber nafnið Mia Magic og er stofnað af Þórunni Evu G. Pálsdóttur eftir að hún gaf út bókina Mía fær Lyfjabrunn. Fríða Björk Arnardóttir kom svo inn í verkefnið og bjuggu þær stöllur til Míuverðlaunin. Þau voru afhent í fyrsta skipti í apríl á þessu ári eins og fjallað var um hér á Vísi. Sylvía Friðjónsdóttir var veislustjóri og kynnir kvöldsins.Rakel Ósk Sigurðardóttir Innsti kjarni heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir langveikum börnum mætti á viðburðinn í gær. Hópurinn sinnir þessum börnum af einskærri alúð og gefa þau öll sem eitt allt hjarta sitt til starfsins eins og fram kom í ræðum kvöldsins. Það var einstakt andrúmsloft í Cava salnum í gær þegar einstaklingar sem starfa með langveikum börnum voru heiðraðir. Rakel Ósk Sigurðardóttir
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Samkvæmislífið Tengdar fréttir „Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38 Upplifir langveika syni sína öruggari í þjóðfélaginu núna Þórunn Eva er móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. Hún upplifir öryggi nú þegar allt þjóðfélagið passar vel upp á hreinlæti og handþvott. 2. apríl 2020 11:28 „Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
„Hún er líflína foreldra með barn í krabbameinsmeðferð“ Míuverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í dag og er Sigrún Þóroddsdóttir, barnahjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins, fyrsti viðtakandi þessara nýju verðlauna. 21. apríl 2021 16:38
Upplifir langveika syni sína öruggari í þjóðfélaginu núna Þórunn Eva er móðir tveggja langveikra drengja en þeir eru báðir með genagalla á ónæmiskerfinu. Hún upplifir öryggi nú þegar allt þjóðfélagið passar vel upp á hreinlæti og handþvott. 2. apríl 2020 11:28
„Ég vildi að honum myndi líða vel með þetta“ Þórunn Eva Guðbjargar Thapa, móðir tveggja langveikra drengja, gerði bók til að hjálpa börnum sem þurfa að fá lyfjabrunn vegna veikinda. 9. febrúar 2020 07:00