Evergrande tekist að greiða gjaldfallna vaxtagreiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 22. október 2021 11:44 Til stóð að selja helmingshlut í fasteignaumsýsludeild Evergrande Group til samkeppnisaðilans Hopson Development Holdings í byrjun október. Ekki varð af sölunni. AP/Vincent Yu Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group greiddi í dag 83,5 milljóna Bandaríkjadala vaxtagreiðslu á erlendu skuldabréfi, að sögn kínversks ríkismiðils. Mánuður er síðan Evergrande átti að standa skil á greiðslunni og óttuðust áhyggjusamir fjárfestar að skuldabréfið gæti orðið félaginu að falli. Upphæðin nemur um 10,8 milljörðum íslenskra króna. Fjármálamarkaðir hafa fylgst náið með stöðu Evergrande sem hefur barist við að bjarga sér frá gjaldþroti síðustu mánuði með því að draga úr skuldum. Heildarskuldir þessa skuldsettasta fasteignafélags heims nema yfir 300 milljörðum Bandaríkjadala og óttast fjárfestar að gjaldþrot þess gæti haft keðjuverkandi áhrif og ýtt af stað fjármálakreppu. Fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar að Evergrande hafi ekki náð að standa skil á vaxtagreiðslum til erlendra fjárfesta í lok september og byrjun október. Forsvarsmenn fasteignafélagsins greindu frá því á miðvikudag að fyrirtækinu hafi verði veittur 30 daga frestur til að borga áður. Stjórnvöld vilja að fyrirtæki minnki skuldir Kínverskir ráðamenn hafa reynt að róa fjármálamarkaði, sagt að skuldavandinn sé viðráðanlegur og ætti ekki að hafa áhrif á fjármálaiðnaðinn. Kommúnistaflokkurinn Í Kína hefur að undanförnu þrýst á kínversk fyrirtæki sem talin eru vera með hættulega hátt skuldahlutfall til að bæta ráð sitt. Samhliða því hefur hið opinbera sett auknar takmarkanir á veitingu lánsfjár. Hagfræðingar telja að yfirvöld í Beijing geti komið í veg fyrir að lánsfjárkreppu í landinu ef Evergrande nær ekki að greiða af lánum frá kínverskum fjámálastofnunum og fjárfestum. Stjórnvöld vilji hins vegar forðast að reyna að bjarga félaginu á sama tíma og öðrum fyrirtækjum er gert að bæta skuldastöðu sína. Kína Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Mánuður er síðan Evergrande átti að standa skil á greiðslunni og óttuðust áhyggjusamir fjárfestar að skuldabréfið gæti orðið félaginu að falli. Upphæðin nemur um 10,8 milljörðum íslenskra króna. Fjármálamarkaðir hafa fylgst náið með stöðu Evergrande sem hefur barist við að bjarga sér frá gjaldþroti síðustu mánuði með því að draga úr skuldum. Heildarskuldir þessa skuldsettasta fasteignafélags heims nema yfir 300 milljörðum Bandaríkjadala og óttast fjárfestar að gjaldþrot þess gæti haft keðjuverkandi áhrif og ýtt af stað fjármálakreppu. Fram kemur í frétt AP-fréttaveitunnar að Evergrande hafi ekki náð að standa skil á vaxtagreiðslum til erlendra fjárfesta í lok september og byrjun október. Forsvarsmenn fasteignafélagsins greindu frá því á miðvikudag að fyrirtækinu hafi verði veittur 30 daga frestur til að borga áður. Stjórnvöld vilja að fyrirtæki minnki skuldir Kínverskir ráðamenn hafa reynt að róa fjármálamarkaði, sagt að skuldavandinn sé viðráðanlegur og ætti ekki að hafa áhrif á fjármálaiðnaðinn. Kommúnistaflokkurinn Í Kína hefur að undanförnu þrýst á kínversk fyrirtæki sem talin eru vera með hættulega hátt skuldahlutfall til að bæta ráð sitt. Samhliða því hefur hið opinbera sett auknar takmarkanir á veitingu lánsfjár. Hagfræðingar telja að yfirvöld í Beijing geti komið í veg fyrir að lánsfjárkreppu í landinu ef Evergrande nær ekki að greiða af lánum frá kínverskum fjámálastofnunum og fjárfestum. Stjórnvöld vilji hins vegar forðast að reyna að bjarga félaginu á sama tíma og öðrum fyrirtækjum er gert að bæta skuldastöðu sína.
Kína Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira