Þolandinn var fluttur á slysadeild með áverka á höfði en er að sögn Þóru ekki mjög alvarlega slasaður – að minnsta kosti ekki í lífshættu. RÚV greindi fyrst frá málinu.
Einn árásarmannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember. Þóra segir að það sé vegna síbrota.
Lögregla þekki vel til nokkurra þeirra sem áttu hlut að málinu.
Þóra gat ekki sagt meira um málið, til dæmis hver aðdragandi árásarinnar hafi verið. „Þetta er bara í rannsókn eins og stendur. Og rannsókninni miðar vel.“