Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 13:13 Amnesty International mun loka skrifstofum sínum í Hong Kong fyrir árslok. EPA-EFE/JEROME FAVRE Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð. Hong Kong Mannréttindi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Anjhula Mya Singh Bais, formaður alþjóðastjórnar Amnesty, sagði í yfirlýsingu í morgun að skrifstofurnar tvær muni loka fyrir árslok. Vísaði hún til þess að lögreglan í Hong Kong hafi í auknum mæli snúið spjótum sínum að mannréttindasamtökum og frjálsum fjölmiðlum sem hafi orðið til þess að meira en 35 samtök og hópar hafi leyst upp vegna laganna á þessu ári. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Þessi erfiða ákvörðun var tekin vegna öryggislaga Hong Kong en þau hafa gert það nær ómögulegt fyrir mannréttindasamtök að starfa frjálst í Hong Kong án hættu á refsiaðgerðum,“ sagði Singh Bais í yfirlýsingunni. Hong Kong hefur í gegn um tíðina verið miðstöð mannréttinda- og góðgerðasamtaka í Asíu, hafandi verið frjálst og öruggt svæði undanfarna áratugi. Eftir að öryggislögin umdeildu voru tekin í gildi í héraðinu í fyrra hefur staðan breyst nokkuð mikið. Á þessu ári hafa til að mynda nokkur stéttafélög, fjölmiðlar og góðgerðasamtök þurft að loka dyrum sínum en önnur samtök fært starfsemi sína yfir til Taívan. Lögin breyttu héraðinu Lögin tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Hong Kong hefur hingað til verið sjálfsstjórnarhérað en með þessu segja gagnrýnendur að héraðið sé nær alveg undir stjórn kínverskra stjórnvalda. Lögin voru sett í skjóli óeirða sem skuku héraðið árið 2019. Fjöldamótmæli höfðu staðið yfir í Hong Kong í marga mánuði þegar lögin voru sett og var ástæðan, að sögn stjórnvalda, þau að koma þyrfti á lögum og reglum að nýju í kjölfar óeirðanna. Lögin eru hins vegar sögð skerða réttindi borgara verulega, og mega þeir til að mynda ekki tala gegn kínverskum stjórnvöldum. Mótmælendur hafa undanfarin ár kallað eftir því að kínversk stjórnvöld standi við loforð sín um að borgin njóti frelsis, sjálfsstjórnar og sjálfstæðis í framtíðinni undir svokallaðri „eitt land, tvö kerfi,“ tilhögun. Síðan lögin tóku gildi hafa yfirvöld hins vegar sett á strangar reglur og brotið frjálsa orðræðu og réttinn til mótmæla á bak aftur. Margir aðgerðasinnar fyrir sjálfstæði hafa verið fangelsaðir eða sendir í útlegð.
Hong Kong Mannréttindi Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira