Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:31 Íslensk sundmenning hefur greinilega vakið upp spurningar hjá blaðamanni Vogue, sem tók nokkrar íslenskar konur á tal um Íslendinga og almenningssund. Vogue/Skjáskot Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. „Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér. Sundlaugar Menning Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
„Þessi baðmenning er engri annarri lík. Til staðar eru fullt af óskrifuðum siðareglum og eiginlegum reglum um hreinlæti og kurteisissiðir, sem eru skemmtilega strangir þegar kemur að því að fara skuli úr skóm, hvar skuli hætta að nota snjalltæki og að maður þurfi að fara í sápusturtu nakinn áður en farið er ofan í laugina.“ Eliza Reid, forsetafrú, er ein íslenskra kvenna til viðtals í greininni.Vísir/Vilhelm Þetta segir í greininni sem birt var á Vogue síðasta miðvikudag. Höfundur greinarinnar rekur þar að hún eigi reglulega leið um landið, sem stæri sig af hundruðum baðstaða þrátt fyrir aðeins 360 þúsund manna þjóð. Hún hafi sjálf fengið að njóta góðs af reglulegum sundferðum hér á landi. Í fyrsta sinn í heilt ár hafi verkur sem hún hafði í hnakka hætt að angra hana. Íslensk sundmenning er að mati blaðamanns Vogue einstök.Vísir/Vilhelm „Þegar þú ert í vatninu geturðu ekki verið í símanum. Þú ert hér og nú, annað hvort einn með sjálfum þér, með fólkinu sem þú ferðast með eða með ókunnugu fólki sem situr í heita pottinum með þér,“ er haft eftir Elizu Reid forsetafrú í greininni. „Einhvern vegin hverfur allt veraldlegt, sem skilur fólk að, ofan í vatninu. Þú sérð ekki muninn á milli pípara og stjórnmálamanns,“ segir Eliza og bendir á að sundlaugarnar, sérstaklega í Reykjavík, séu táknmynd framþróunar í samfélaginu. „Margar sundlaugar, sérstaklega í Reykjavík, bjóða núna upp á kynhlutlausa klefa. Trans fólk getur valið á milli búningsklefa og farið þangað sem það vill. Konur mega líka fara ofan í sundlaugar berar að ofan. Það er kannski ekki algengt en það má og sýnir á hvaða stað jafnrétti er hér á landi.“ Sundlaugar eru ófáar hér á landi.Vísir/Vilhelm Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra BioEffect, að sundlaugar séu táknmynd íslensks samfélags. „Hreinlæti skiptir sundgesti miklu máli, sem þýðir að þú þarft að þvo þér vel áður en þú ferð ofan í laugina,“ segir Liv. „Í sumum menningarheimum er nekt einkamál en hérna á Íslandi böðum við okkur saman, alnakin, í sturtuklefunum.“ „Þetta sýnir okkur án einhverrar glansmyndar. Við erum alls konar í laginu, af allskonar stærðum og litum með ör, húðflúr, fyllingar - svona er heiðarlegur raunveruleikinn.“ Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.
Sundlaugar Menning Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira