Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:40 Bilunin kom upp þegar stutt var eftir af um tuttugu mínútna langri ferð kláfferjunnar frá bænum Stresa og upp Mottarone-fjall. Eitan er sá eini sem lifði slysið af. AP Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael. Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans. Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Eitan Biran hafði verið í umsjá föðursystur sinnar á Ítalíu eftir að foreldrar hans, yngri bróðir og ellefu til viðbótar fórust í kláfferjuslysi í norðurhluta Ítalíu í vor. Fréttastofa Reuters greinir frá. Móðurafi drengsins heimsótti hann í síðasta mánuði og án vitneskju frænkunnar tók afinn hann með sér til Sviss þar sem þeirra beið einkaflugvél sem flutti þá til Ísrael. Að sögn frænkunnar telst málið til mannráns og vísaði þar til Haag-samningsins um vernd barna og samvinnu varðandi ætleiðingu milli landa. Þá óskaði hún eftir því við fjölskyldudómstól í Tel Aviv að drengurinn yrði sendur aftur til hennar á Ítalíu. Dómstóllinn úrskurðaði í morgun að Ítalía væri heimili drengsins og ætti hann því að snúa aftur þangað, þar sem hann hafi búið á Ítalíu með foreldrum sínum síðan hann var mánaðargamall. Dómurinn tók ekki til greina röksemdarfærslu afans um að Ísrael væri réttmætt heimili drengsins, en að mati afans var það svo þar sem foreldrarnir hafi ætlað að flytja aftur til Ísrael. Í úrskurðinum segir að ítalskir dómstólar hafi veitt frænkunni forræði yfir drengnum og hafi afinn því brotið á bága við Haag-samninginn. Móðurfjölskylda drengsins hefur sjö daga til að áfrýja dómnum, sem fjölskyldan hyggst gera. Að mati fjölskyldunnar byggði dómurinn eingöngu á því hvernig Eitan var fluttur frá Ítalíu en ekki á því hvað væri best fyrir hann og framtíð hans.
Ítalía Ísrael Réttindi barna Tengdar fréttir Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44 Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. 13. september 2021 08:44
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31